Leitarvélabestun

Leitarvélabestun

Vefumsjónarkerfið okkar, Moya, hefur verið hannað með leitarvélabestun (SEO) í huga. Í samstarfi við nokkra af viðskiptavinum okkar sem hafa mjög sértækar og ítarlegar kröfur í þessum efnum höfum við stigið stór og markviss skref til að bæta upplýsingagjöf fyrir sjálfvirkan lestur leitarvéla.

Nokkrir af viðskiptavinum sem leggja mikið upp úr leitarvélabestun eru Icelandair Hotels, Höldur, Arctic Heli Skiing, TREK, Brimborg og Dive Silfra.

Nánar um leitarvélabestun

Viðmóts- og aðgengishönnun

Viðmóts- og aðgengishönnun

Til að vefurinn þinn virki sem best, hvort sem er í sölu eða þjónustu er lykilatriði að upplýsingarnar séu rýndar vel og uppbygging á vefsíðunum henti notandanum til aflestrar. Með viðmótssérfræðingi okkar er þetta skoðað, ásamt flæði á milli síðna og hvaða gögn eigi að hafa í forgrunni.

Nánar um vefhönnun

Vefmælingar

Vefmælingar

Veist þú hversu margir eru að skoða vefsvæðið þitt? Veistu hvaða síður eru vinsælasta og hvar fólk missir áhugann? Veistu hvaða leitarorð eru að skila traffík inn á vefsvæðið þitt? Veistu hversu margir nota smartsíma eða spjaldtölvu til að skoða vefinn?

Tilgangur vefmælingar er að fá svör við þessum og flestum öðrum spurningum sem þú hefur, eða ættir að hafa, um vefsvæðið. Út frá þeim upplýsingum er hægt að taka upplýsta ákvörðun um hvaða breytingar þarf að gera á efnisinnihaldi eða uppbyggingu. Þannig er einnig hægt að skoða hvaða leitarorð eru að virka best og hvað þarf að bæta.

Setja upp Google Analytics

Vefstefna

Vefstefna

Digital strategy, sem er enska heitið á því sem hér hefur verið kallað vefstefna, getur verið vítt eða þröngt skilgreint eftir þörfum hverju sinni. Þannig geta tól og aðferðir til samskipta á borð við fréttabréf og samfélagsmiðla einnig verið skilgreint í vefstefnunni.

Vefstefnan verður þannig leiðarljós í ritun texta, framleiðslu og innsetningu ljósmynda og myndbanda og aðstoðar við forgangsröðun um hvernig vefurinn þjóni best sínu hlutverki til miðlunar upplýsinga.

Hvernig er vefstefna mótuð?

Við mótun vefstefnu er mikilvægt að hafa samráð innanhúss, greina þarfir notenda/viðskiptavina, setja mælanleg markmið og fylgja vefstefnunni vel eftir. Eftirfylgni þýðir að ávallt er minnt á vefstefnuna í samhengi við starfsemina og miðlun upplýsinga hinna ýmsu þátta hennar, farið er yfir mælanlegu markmiðin og skilvirkni mæld og könnuð með notendaprófunum eða viðhorfskönnunum.

Vefstefna getur einnig innihaldið mikilvægar upplýsingar um hvað á ekki að gera, hverju vefurinn á ekki að þjóna og hvaða miðla verður ekki notast við.

Og hvað svo?

Við leggjum áherslu á að vinna í uppbyggingu vefja sé skipulögð og fagleg. Vefstefna gegnir lykilhlutverki í að skapa umræðu hjá hagsmunaaðilum vefsins um hvaða hlutverki vefurinn á að gegna, hverjum hann á að þjóna og hvar áherslur eigi að liggja. Mikilvægt er að vefstefna sé endurskoðuð reglulega í samhengi við reynslu, mistök, nýjar áherslur og nýja tækni.

Talaðu við okkur ef þú ert að móta eða endurskoða þína vefstefnu, við höfum víðtæka reynslu af slíkri vinnu og miðlum gjarnan af henni.