Áhersla Google á snjallvænar síður

22. apríl 2015
Stefna Ehf
Hvaða áhrif hafa nýjustu breytingar Google á þinn vef og stöðu þína í leitarniðurstöðum?
Hvaða áhrif hafa nýjustu breytingar Google á þinn vef og stöðu þína í leitarniðurstöðum?

Eins og Google kynnti fyrr á árinu hefur fyrirtækið tekið mikið og stórt skref fram á við í að styðja við og efla sýnileika snjallra vefsíðna, þ.e. þeirra sem laga sig að mismunandi skjástærðum. Google hefur sett upp einfalda síðu þar sem kanna má hvort vefurinn þinn sé „snjall“

Mikilvægt er þó að átta sig á að þessari breytingu er ekki ætlað að hafa áhrif á Google leit í borð- og fartölvum. Þetta hefur verið skýrt gefið út af hálfu Google í færslu á Google Webmaster blogginu. Þar er jafnframt tekið fram að þessi þáttur sé alls ekki sá eini sem horft er til, heldur eru fjölmargir samverkandi þættir sem koma að því að gefa síðum hátt vægi í leitarniðurstöðum.

Stóra fréttin er því sú, sem ætti svo sem ekki að vera stórkostleg frétt í sjálfu sér, að þegar leitað er á Google í gegnum snjalltæki munu þeir sem eru með snjallan vef fá hærri stöðu en aðrir. Áhrifin eru langmest þegar leitað er í snjalltækjum en geta þó einnig haft óbein áhrif á niðurstöður í almennum borð- og fartölvum.

Þegar vefur er hannaður fyrir snjalltæki þá eru ýmis áhrif eins og hraði og skipulag vefs sem skilar sér í betri einkunn heilt yfir. Með vefumsjónarkerfi okkar hafa viðskiptavinir okkar náð góðum árangri í þessum efnum, þú getur lesið meira um það á síðu okkar um leitarvélabestun.

Notkun snjalltækja á internetinu er að aukast gríðarlega ár frá ári. Átt þú eftir að snjallvæða vefinn þinn? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð í pakkann.