Dive Silfra í ferskan búning

06. nóvember 2015
Stefna Ehf
Við uppfærðum divesilfra.is fyrir Arctic Adventures, útkoman er fersk!
Við uppfærðum divesilfra.is fyrir Arctic Adventures, útkoman er fersk!

Arctic Adventures er eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á sviði afþreyingar fyrir ferðamenn. Undir hatt þeirra heyra fjölmörg vörumerki, en áður höfðum við unnið með þeim að TREK.is, sem sérhæfir sig í lengri gönguferðum.

Verkefnið unnum við í nánu samstarfi við Fannar Ásgrímsson, markaðsstjóra Arctic Adventures:

„Við ákváðum í sumar að endurnýja vefsíðuna okkar divesilfra.is og veltum fyrir okkur hinum ýmsu kostum í þeim efnum. Við ákváðum að vinna verkið með Stefnu og erum mjög ánægð með útkomuna.

Samstarfið við starfsfólk Stefnu var auðvelt og árangursríkt og sýndu þau frumkvæði og útsjónarsemi þegar kom að því að leysa tæknilega annmarka sem upp komu við að samþætta síðuna við bókunarkerfi okkar. Við gefum Stefnu okkar bestu meðmæli og hlökkum til að starfa með þeim áfram.“

Hoppað í SilfruÁ DiveSilfra.is vefnum er að finna sérhæfðar upplýsingar um sprikl í Silfru, sem er einhver magnaðasta upplifun sem í boði er hér á landi fyrir jafnt ferðamenn sem alla Íslendinga. Allir geta, án frekari undirbúnings, farið í snorkeling í Silfru, en þá er ekki kafað ofan í, heldur kíkt undir yfirborðið í þurrbúningi. Það er óhætt að segja að sú sjón sem þá blasir við komi skemmtilega á óvart!

DiveSilfra.is er rétt eins og TREK.is vefurinn nátengt bókunarkerfi Bókunar. Vefumsjónarkerfi okkar, Moya, sér um að halda utanum lýsigögn fyrir leitarvélabestun, allan texta og allar myndir, en bókunarferlið fer fram um kerfi Bókunar.