Jólagjöf okkar rennur óskipt til Aflsins

23. desember 2015
Stefna Ehf
Í gær afhentum við Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi 300.000 kr. gjöf.
Í gær afhentum við Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi 300.000 kr. gjöf.

Í gær afhentum við Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi 300.000 kr. gjöf, en starfsemi félagsins hefur verið í uppnámi undanfarna mánuði vegna fjárskorts.

Félagið er systurfélag Stígamóta og hefur haldið uppi þjónustu og fræðslustarfi á Akureyri frá stofnun félagsins 2002. Nánari upplýsingar um starfsemi er að finna á heimasíðu Aflsins.

Eins og síðustu ár gáfum við einnig vef á árinu. Áður hafa SKB og Einstök börn hlotið sitt hvorn vefinn frá okkur.

Í ár gefum við MS félaginu nýjan vef og höfum nú hafið vinnu við nýjan vef félagsins og MS setursins. MS sjúkdómurinn greinist oftar en ekki í ungu fólki, en um 25 manns greinast með sjúkdóminn hér á landi á hverju ári. MS félagið og MS setrið styðja við sjúklinga með margvíslegri þjónustu, félagsstarfi og fræðslu.

Gjöfult ár senn að baki

Á árinu höfum við gangsett hátt í 100 vefi af öllum stærðum. Það var okkur sérstakt ánægjuefni þegar vefur Akraneskaupstaðar var valinn besti sveitarfélagavefurinn í úttekt á vegum Innanríkisráðuneytisins.

Á árinu fluttum við einnig starfsemina á Akureyri í glæsilegt húsnæði að Glerárgötu 34, sunnan heiða fluttum við okkur yfir götuna í Hamraborg 1 og einnig hafa staðið yfir viðamiklir flutningar á þjónustu okkar í varanlegt horf í skýinu, sem tryggir jafnt afköst og rekstraröryggi á aukinn hátt. Þannig hefur rafmagnsleysi á Akureyri til dæmis engin áhrif á rekstur þeirra rúmlega 1.000 vefja sem við hýsum.

Við hjá Stefnu þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu og sendum okkar bestu kveðjur um gleðileg jól og farsæld á nýju ári frá Akureyri, Kópavogi, Hrísey og Svíþjóð.

Markmið okkar er skýrt, að veita áfram framúrskarandi þjónustu í stóru sem smáu fyrir viðskiptavini okkar.

Nýtt ár færir fjölmörg tækifæri, nýtum þau til fulls!