Kópavogsbær velur Stefnu

17. maí 2016
Stefna Ehf
Nýr vefur Kópavogsbæjar er nú í hönnun hjá okkur, vefurinn verður opnaður með haustinu.
Nýr vefur Kópavogsbæjar er nú í hönnun hjá okkur, vefurinn verður opnaður með haustinu.

Kópavogsbær leitaði til nokkurra leiðandi fyrirtækja í vefbransanum á Íslandi eftir að hafa farið í gegnum þarfagreiningu og útbúið lýsingu á umfangi og þörfum fyrir nýjan vef. Um er að ræða vefhönnun, forritun og uppsetningu á nýjum vef bæjarins.

Á myndinni má sjá Pétur Rúnar Guðnason, markaðsstjóra Stefnu og Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumann Upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar þegar samningur um verkefnið var undirritaður 17. maí 2016.

Það gleður okkur mikið að fá að koma að þessu verkefni á næstu vikum, mánuðum og árum, en Kópavogsbær bætist þar í hóp ört stækkandi hóp sveitarfélaga víða um landið sem kjósa þjónustu okkar og sérfræðiþekkingu. Á dögunum var vefur Akraneskaupstaðar valinn besti sveitarfélagavefurinn í úttekt á vegum Innanríkisráðuneytisins, en vefur Akureyrarbæjar hafði hlotið sama titil árið 2011.

Fleira í pípunum

Aðrir vefir sveitarfélaga sem eru í vinnslu hjá okkur eru vefir Dalvíkurbyggðar, Sveitarfélagsins Ölfuss, Reykjanesbæjar, Þingeyjarsveitar og loks Grýtubakkahrepps.

Nýr vefur Seyðisfjarðarkaupstaðar var opnaður 1. maí síðastliðinn og styttist jafnframt í að nýr vefur Fljótstalshéraðs verði opnaður.


 

Ert þú ekki sveitarfélag, en vantar þó vef? Hafðu samband!