Markaðshádegi Stefnu - Akureyri

12. apríl 2016
Stefna Ehf
Við ætlum að bjóða í fróðlegt spjall og léttan hádegisverð í hádeginu föstudaginn 22. apríl kl 11-13 á Greifanum, Akureyri.
Við ætlum að bjóða í fróðlegt spjall og léttan hádegisverð í hádeginu föstudaginn 22. apríl kl 11-13 á Greifanum, Akureyri.

Við ætlum að bjóða í fróðlegt spjall og léttan hádegisverð í hádeginu föstudaginn 22. apríl kl 11-13 á Greifanum, Akureyri.

Kristján Már hjá SMFB Engine verður með fyrirlestur um efnismarkaðssetningu, en sömuleiðis þrír af starfsmönnum Stefnu með umfjöllun um hvernig grunnur er lagður að góðum vef og góður vefur gerður enn betri.

Við bjóðum þér að skrá þig, það kostar ekkert en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Dagskrá

11:00 Grunnatriðin
Bergvin Fannar, verkefnastjóri Stefnu fjallar um hvernig grunnur er lagður að góðum vef. Í upphafi skal endinn skoða. Hvernig skipulegg ég vefinn minn, hvaða tæki nýtast til að halda mér við efnið og hvernig tryggi ég gott aðgengi fyrir öll tæki og alla landsmenn. Nokkur trix úr bransanum, lærðu af mistökum annarra :)

11:30 Spjall- og matarhlé
Stutt og laggott, snætt er yfir næsta fyrirlestri.

11:45 Ekki bara flottur vefur
Pétur Rúnar, markaðsstjóri Stefnu fjallar um strauma og stefnur í vefhönnun. Hvað hefur breyst á undanförnum mánuðum, hvað gerir verðlaunavef og hvað ber að forðast? Vefhönnun er núna fyrst og fremst út frá þörfum notenda og þeim verkefnum sem skilgreint er að hann þurfi að geta leyst.

12:15 Efnismarkaðssetning - Content marketing
Kristján Már hjá SMFB Engine í Osló fjallar um þróun efnismarkaðssetningu. Efni hefur alltaf verið hluti af markaðssetningu, hvað hefur breyst sem veldur því að farið er að ræða sérstaklega um efnismarkaðssetningu og af hverju er það mikilvægt?

12:45 Dæmi skoðuð
Kristján Már og Róbert Freyr, sölustjóri Stefnu, gera létta úttekt á tveimur vefsvæðum. Kíkjum á hvað er að virka og hvað má bæta. Hagnýt nálgun á hvernig efla má vefinn með tilliti til Google og viðmóts gagnvart notendum.