NorthIceland.is og Westfjords.is

07. október 2014
Stefna Ehf
Vefir Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Vestfjarða eru komnir á netið. Innan skamms munu aðrir landshlutar fylgja í kjölfarið.
Vefir Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Vestfjarða eru komnir á netið. Innan skamms munu aðrir landshlutar fylgja í kjölfarið.

Undanfarnar vikur hefur Stefna unnið að gerð nýrra vefja fyrir Markaðsstofur landshlutanna og nýlega voru fyrstu tveir vefirnir opnaðir. Það voru Markaðsstofa Norðurlands og Markaðsstofa Vestfjarða sem riðu á vaðið með northiceland.is og westfjords.is. Innan skamms munu aðrir landshlutar fylgja í kjölfarið.

Nýju vefirnir voru samstarfsverkefni Stefnu og Kapals. Kapall sá um undirbúningsvinnu og markaðsráðgjöf en Stefna sá um vefhönnun og uppsetningu ásamt tengingu við gagnagrunn Íslandsstofu, en úr þeim grunni eru sóttar upplýsingar um þjónustuaðila, kaupstaði og náttúruperlur. Vefir annarra landshluta munu fylgja í kjölfarið innan fárra vikna.

Hvítserkur við Húnaflóa

Halldór Óli Kjartansson er verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands:

Halldór Óli

„Við þróun á vefjunum var Stefna afburða fagleg og nýttist þeirra sérfræðiþekking óspart í þróun nýrra Markaðsstofu vefja í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf. Útkoman er umfram væntingar og það er auðvelt að mæla með Stefnu og þá sérstaklega til fyrirtækja í ferðaþjónustugeiranum. Birtingarmynd upplýsinga er til fyrirmyndar og vert er að taka fram að þjónustan er verulega góð. Við erum stolt af okkar nýju heimasíðum sem fara nú í loftið koll af kolli og eiga þær það sameiginlegt að vera samkeppnishæfar við stærstu ferðavefi heims.“

Vefirnir eru allir með sama sniði til hægðarauka fyrir notendur en efnistök að sjálfsögðu ólík. Með þessum nýju vefjum gefst markaðsstofunum færi á að draga fram sérkenni hvers svæðis ásamt því að veita ferðalöngum þægilegt aðgengi að upplýsingum um afþreyingu, áhugaverða staði, veitingar og gistingu í hverjum landshluta.

Westfjords.is

Við óskum ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi og Vestfjörðum til hamingju með þessa glæsilegu vefi.