Nú finnst Hjálparsveitin Dalbjörg á vefnum

13. mars 2014
Stefna Ehf
Nýtt vefsvæði fyrir Hjálparsveitina Dalbjörgu er nú komið í loftið.
Nýtt vefsvæði fyrir Hjálparsveitina Dalbjörgu er nú komið í loftið.

Nýlega fór í loftið nýr vefur fyrir hjálparsveitina Dalbjörgu í vefumsjónarkerfinu Moya. Vefurinn, dalbjorg.is, er ætlaður sem upplýsingavefur fyrir félagsmenn og aðra áhugasama. Þar má m.a. finna upplýsingar um hjálparsveitarflokkana, námskeiðin, skoða myndir úr starfinu og lesa Dalbjargarblaðið sem kemur út á hverju ári. 

Sunna, vefstjóri Dalbjargar, er mjög ánægð með nýja vefsvæðið, eins og hún segir sjálf:

"Vinnan við að uppfæra heimasíðu Hjálparsveitarinnar Dalbjargar hefur verið mjög ánægjuleg. Starfsfólk Stefnu er frábært og allir af vilja gerðir til að hjálpa til. Við uppfærðum úr mun eldra kerfi og það er frábært hvað það er auðvelt og aðgengilegt að vinna með nýja kerfið, þar sem Moya kerfið er einfalt í notkun. Síðan lítur einstaklega vel út og við erum hæstánægð."

Stefna óskar Hjálparsveitinni Dalbjörgu innilega til hamingju með nýja vefinn.