Nýr vefur Glerártorgs

08. júlí 2015
Stefna Ehf
Grannar okkar á Glerártorgi eru komnir með uppfærðan vef!
Grannar okkar á Glerártorgi eru komnir með uppfærðan vef!

Verslunarmiðstöðin Glerártorg var opnuð á aldamótaárinu 2000 og stækkuð um réttan helming 2008 og er nú 20.663 m². 2014 urðu eigendaskipti þegar Eik fasteignafélag eignaðist Glerártorg.

Við höfum unnið með Glerártorgi að uppfærðum vef, sem nú skalast niður í spjaldtölvur og snjallsíma eins og vera ber. Nýir eigendur hafa jafnframt unnið að breytingum á húsnæðinu og mun verslunum fjölga umtalsvert samhliða því ásamt því sem markaðsstarf hefur verið eflt og þjónusta við viðskiptavini Glerártorgs, ekki síst barna- og fjölskyldufólk.

Eftir okkar eigin flutninga er starfsemi Stefnu á Akureyri beint á móti Glerártorgi og það gleður okkur vitaskuld að opna glænýjan og glæsilegan vef þessara nágranna okkar.

Kíktu á vefinn þeirra og svo hlökkum við til að sjá þig á röltinu um stræti Glerártorgs!