Nýr vefur Nesbús

08. janúar 2016
Stefna Ehf
Nesbú býður meðal annars egg með lífrænni vottun, meira um það á vefnum þeirra!
Nesbú býður meðal annars egg með lífrænni vottun, meira um það á vefnum þeirra!

Nesbú var stofnað 1971 og rekur nú bú á Vatnsleysuströnd, í Miklaholtshelli í Flóanum og eggjavinnslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Nesbúegg hafa m.a. verið með hamingjuegg frá lausagönguhænum í rúman áratug og nýverið komu fyrstu eggin á markað frá þeim með lífræna vottun, en þá er rými fuglanna 50% meira, fóðrið allt lífrænt vottað og hafa fuglarnir aðgang að útisvæði að minnsta kosti 1/3 af líftímanum, skv. staðli. Nesbúegg byggði jafnframt vetrargarð fyrir fuglana, umfram það sem kveðið er á um í lífrænni vottun.

Uppbygging eggsNýr vefur Nesbúeggja endurspeglar nýja mörkun (branding) Nesbúegg sem unnin var í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf, sem jafnframt sá um vefhönnun. Þar má finna fróðleik um egg og starfsemi fyrirtækisins sem og uppskriftir ýmiss konar.

Við óskum Nesbú til hamingju með nýja vefinn og við ykkur hins segjum við verði ykkur að góðu!