Nýr vefur Seyðisfjarðarkaupstaðar

01. maí 2016
Stefna Ehf
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1895 og í dag fékk hann að auki nýja heimasíðu!
Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1895 og í dag fékk hann að auki nýja heimasíðu!

Undanfarna mánuði höfum við unnið að hönnun og uppsetningu á nýjum vef Seyðisfjarðarkaupstaðar. Með nýja vefnum verður gjörbylting í upplýsingaveitu til bæjarbúa, Seyðfirðinga nær og fjær og landsmanna allra. Vefurinn er búinn öflugri leitarvél sem m.a. leitar í öllu innihaldi PDF skjala, fundargerðir eru aðgengilegri en áður, sem og gjaldskrárupplýsingar.

Á Seyðisfirði hefur skapast skemmtileg hefð að bæjarstjóri heimsækir nýfædda Seyðfirðinga og færir þeim gjöf frá kaupstaðnum og á vefnum má finna myndir af þessum heimsóknum.

Vefurinn er jafnframt búinn viðburðardagatali, fréttaveitu, myndasöfnum og umsóknum um þjónustu. Sérstaklega var hugað að undirbúningi við verkefnið og vandað til verka. Sigurjón Ólafsson hjá Fúnksjón vefráðgjöf kom að málum áður en verkefnið kom til okkar í Stefnu, sem er alltaf góðs viti!

Kíktu á nýjan vef Seyðisfjarðar! Hann fór í loftið á hádegi í dag, 1. maí.

Hér fyrir neðan má sjá skjámynd af eldri heimasíðu SFK:

Eldri SFK.is