Nýr vefur Vísis hf. í Grindavík

27. apríl 2015
Stefna Ehf
Glæsilegur nýr vefur fyrir eitt af rótgrónari sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.
Glæsilegur nýr vefur fyrir eitt af rótgrónari sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.

Nýr vefur Vísis hf. er kominn í loftið á www.visirhf.is.

Vísir er rótgróið, kröftugt og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða og rekur saltfiskvinnslu og frystihús í Grindavík.

Ný ásýnd fyrirtækisins og þar meðtalið nýi vefurinn var hannaður af Erni Smára, grafískum hönnuði, en áður höfum við átt gott samstarf með honum m.a. í vefmálum Heklu. Við erum alveg sérstaklega ánægð með hvernig til tókst með vefinn, en hann er vitaskuld snjallsímavænn og auk þess að vera allur á íslensku er stutt kynning á fyrirtækinu á fimm öðrum tungumálum. Kíktu á hann!

Erla Ósk Pétursdóttir, gæða- og þróunarstjóri Vísis hf. hefur haldið utanum verkefnið af hálfu fyrirtækisins:

Erla Ósk Pétursdóttir„Í tilefni af 50 ára afmæli Vísis var útbúið nýtt markaðsefni, þar með talinn nýr vefur, þar sem áherslan var á fallegar ljósmyndir af starfseminni og starfsfólki okkar.

Við fengum Stefnu til að setja upp nýja vefinn og erum hæstánægð með hvernig til hefur tekist. Síðan er alveg eins og við vildum hafa hana, þjónustan hefur verið til fyrirmyndar og moya kerfið er afar einfalt í notkun. Við lögðum af stað í þetta verkefni til að fagna þessum merku tímamótum fyrirtækisins, og sýna öðrum fyrir hvað við stöndum, og nýja vefsíðan okkar er punkturinn yfir i-ið.“

Við óskum Vísi hf. til hamingju með nýja vefinn og hlökkum til frekara samstarfs!

Sjá einnig umfjöllun um nýja vefinn á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.