Rafiðnaðarskólinn með nýjan vef

17. febrúar 2016
Stefna Ehf
Nýr vefur Rafiðnaðarskólans á raf.is er kominn í loftið!
Nýr vefur Rafiðnaðarskólans á raf.is er kominn í loftið!

Rafiðnaðarskólinn er í jafnri eign Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka rafverktaka, en skólinn var stofnaður 1985. Vefurinn var uppfærður úr eldra vefumsjónarkerfi sem ekki lengur þjónaði skólanum og var ákveðið að nýta Moya vefumsjónarkerfið til að auðvelda uppfærslur efnis á vefnum.

Stefna sá um vefhönnun og alla forritun tengt vefnum, en þar er m.a. samþætting við dk námskeiðakerfi til birtingar námsframboðs og skráningar á námskeið.

Við óskum Rafiðnaðarskólanum til hamingju með nýja vefinn og hlökkum til frekara samstarfs!

Kíktu á vefinn á raf.is og ef þig vantar vef getur þú kíkt á hvað viðskiptavinir okkar segja um samstarfið við okkur og svo haft samband við okkur í framhaldinu og kíkt í kaffi.