Uppfærður vefur Stjórnvísi með skýra stefnu

03. maí 2016
Stefna Ehf
Við höfum endurhannað vef Stjórnvísi, en markmiðið með hönnuninni var að einfalda framsetningu og bæta flæði stórlega.
Við höfum endurhannað vef Stjórnvísi, en markmiðið með hönnuninni var að einfalda framsetningu og bæta flæði stórlega.

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag landsins með 3.000 virka félagsmenn og öflugt tengslanet. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og byggist starfið á um 20 faghópum sem hver og einn stendur að viðburðum, fræðslu og upplýsingamiðlun með vef, viðburðum og rafrænum samskiptum, t.d. á Facebook síðum og með póstsendingum. Stjórnvísi er einn af þremur aðilum að Íslensku ánægjuvoginni og veitir árlega Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi.

Vefur Stjórnvísi er kjarninn í starfinu, þar fer fram skráning á viðburði og margs konar miðlun upplýsinga. Allir félagar geta skráð sig inn, skráð sig í faghópa og þannig fylgst með og tekið þátt í starfinu.

Nýtt samstarf og nú nýr vefur

Við höfum átt afar gott samstarf við stjórn og framkvæmdastjóra Stjórnvísi frá því við tókum við verkefninu, sem vantaði orðið nýtt heimili. Fljótlega fóru að koma upp hugmyndir um endurhönnun og bætt upplýsingaflæði, en nýtt útlit er fyrsta skrefið í því að einfalda framsetningu og auðvelda þannig félögum að eflast í starfinu.

Nýr vefur Stjórnvísi fór í loftið í dag, en í dag er einmitt jafnframt aðalfundur Stjórnvísi. Skemmtileg tilviljun!

Við óskum félögum í Stjórnvísi til hamingju með uppfærðan, glæsilegan vef og hlökkum til frekara samstarfs.