Vefur þjónustuskrifstofu stéttarfélaga háskólamanna er kominn í Moya

28. febrúar 2014
Stefna Ehf
Stett.is fór í loftið fyrir stuttu, vefur sem þjónustar fimm stéttarfélög háskólamanna.
Stett.is fór í loftið fyrir stuttu, vefur sem þjónustar fimm stéttarfélög háskólamanna.

Fyrir stuttu fór í loftið stett.is, vefsvæði sem þjónustar fimm stéttarfélög háskólamanna.

  • Félag íslenskra félagsvísindamanna
  • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
  • Fræðagarður

Vefurinn hefur það að markmiði að veita félagsmönnum þessara stéttarfélaga upplýsingar um kjaramál, réttindi, trúnaðarmenn og annað sem skrifstofan sér um. 

Katrín Baldursdóttir verkefnisstjóri hjá Stétt er ánægð með vefinn og vefumsjónarkerfið frá Stefnu, Moya:

"Ég hef unnið með hin ýmsu bakvinnslukerfi vefsíðna en aldrei komist í tæri við eins einfalt og moya er. Það er í senn viðmótsþýtt og einfalt. Ég get líka hiklaust mælt með Stefnu, starfsfólkið er fljótt að bregðast við og verða við beiðnum um breytingar. Grafíkin er flott, ég var ánægð með okkar síðu stett.is."

Stefna óskar Stétt innilega til hamingju með nýja vefinn.