Fyrirtækið var stofnað þann 9. september 2003. Starfsmenn Stefnu eru yfir 40 í dag og hefur fyrirtækið náð góðum árangri með vefumsjónarkerfið Moya, veflausnarforritið Matartorg og hin ýmsu bókunarkerfi. Stefna lagði frá upphafi áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar á sviði veflausna. Auk þess rak það Tölvuskólann Stefnu. Í dag einbeitir það sér eingöngu að hönnun, þróun og sölu á hugbúnaði.

Starfsmenn Stefnu koma úr öllum áttum tölvugeirans og hefur það átt stóran þátt í hve vel hefur tekist upp við þróun og sölu á vefumsjónarkerfinu Moya. Frá upphafi hefur Stefna keppt að því að vinna sér inn traust viðskiptavina sinna með áreiðanleika, þjónustulund og hugvitssömum lausnum á vandamálum. Stefna hefur unnið að fjölmörgum sérlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir og veitt ráðgjöf um rekstur upplýsingakerfa, tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum en hugsar fyrst og fremst um persónulega og vandaða þjónustu fyrir alla viðskiptavini sína.

Reynsla og þekking starfsmanna hefur orðið til þess að Stefna er rótgróið fyrirtæki með marga öfluga og hliðholla viðskiptavini. Einkenni Stefnu eru persónuleg og góð þjónusta, vönduð vinnubrögð og við vinnum hratt og vel að úrlausnum vandamála.

Í dag er Stefna með þrjár starfstöðvar; í Glerárgötu 34 (1. hæð), 600 Akureyri og í Urðahvarf 8 (3. hæð), 203 Kópavogi og Í Uppsala Svíþjóð.

Kennitala Stefnu ehf: 5209032750
D&B DUNS Number: 64-706-9553

Kíktu á 20 ára afmælispistilinn okkar þar sem við rekjum söguna í máli og myndum.

Jafnlaunastaðfesting

Í desember 2023 hlaut Stefna jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu.

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

Fyrirtæki þar sem 25-49 starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli áttu að hafa uppfyllt lagaskylduna að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu eigi síðar en 31. desember 2022.

Jafnlaunastefna Stefnu.

Sjá nánar um Jafnlaunastaðfestingu á vef Jafnréttisstofu.