Pöntunarkerfi fyrir sótt eða sent

Pöntunarkerfi fyrir sótt eða sent
Pöntunarkerfi fyrir sótt eða sent

Við höfum áralanga reynslu í uppsetningu og rekstri á pöntunarkerfi veitingastaða.

Kerfið okkar er m.a. í notkun hjá Saffran, Greifanum á Akureyri, Sprettinum á Akureyri, KK Restaurant, Múlakaffi veisluþjónustu, Ísbúð Garðabæjar, Ósinn Restaurant, Salt-Bistro, ásamt fleirum.  Með pöntunarkerfinu getur þú sett upp matseðil/seðla og birt á vefnum vörur tilboð og tilkynningar. Viðskiptavinir geta svo skráð sig inn með farsímanúmeri og sent inn pöntun. Kerfið er  sveigjanlegt en hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu eiginleikum.

Pöntunarvefur með flýtimeðferð

Pöntunarvefur með flýtimeðferð

Vegna þeirra aðstæðna núna 2020 höfum við ákveðið að bjóða upp á flýtiuppsetningu á pöntunarvef okkar.

Kerfið er sveigjanlegt, en í þessari flýtimeðferð nýtum við alla þá eiginleika sem þegar eru til staðar. Miðast þessi tími við að koma matseðlinum þínum á netið með sem skilvirkustum hætti.

Matseðillinn þinn á netið

Matseðillinn þinn á netið

Hvort sem þú ert með hamborgara, heimsrétti, pizzur eða súpur kemst matseðilinn þinn á netið og viðskiptavinir þínir geta pantað í gegnum vefinn þinn.

Hver réttur getur innihaldið mismunandi stærðir (til dæmis vefjur, pizzur, salöt) og viðskiptavinurinn getur valið að breyta innihaldi (áleggi) og bæta við á réttinn (eins og við á), pantað drykki og eftirrétti með og svo framvegis.

Viðskiptavinir greiða við pöntun og því engin posi eða pin númer við afhendingu.

Sérsniðnir réttir

Sérsniðnir réttir
Sérsniðnir réttir

Ef þú ert líka með rétti þar sem viðskiptavinurinn getur sett saman réttinn (t.d. salat eða pizzu) eftir sínu höfði, þá býður kerfið upp á slíka virkni.

Hægt er að velja um mismunandi samsetningu og hafa álegg/innihald í mismunandi flokkum og er sveigjanleikinn því mikill.

Þótt dæmið sem hér er tekið miðist við pizzur, er hægt að sníða kerfið til svo það passi við þinn matseðil.

Þinn opnunartími

Þinn opnunartími
Þinn opnunartími

Þú stillir opnunartímann svo það sé tryggt að pantanir berist aðeins þegar opið er fyrir pantanir.

Í bakenda er einfalt að stilla og breyta biðtíma svo viðskiptavinir þínir viti alltaf hvers megi vænta í afhendingunni.

SMS heldur viðskiptavinum upplýstum um breytingu á stöðu pöntunar.

Pantayfirlit á starfsstöðvum

Pantayfirlit á starfsstöðvum

Kerfinu fylgir pantanayfirlit sem birtir pantanir eftir stöðu þeirra. Þannig er einn skjár í afgreiðslu, annar í eldhúsi o.s.frv. svo alltaf sé gott yfirlit þess sem er í vinnslu eða afgreitt og tilbúið til afhendingar eða útkeyrslu.

Við sjáum líka um uppsetningu á kerfinu á staðnum svo pantanir prentist út á réttum stöðum á réttum tíma.

Tilboðin eins og þú vilt hafa þau

Tilboðin eins og þú vilt hafa þau
Tilboðin eins og þú vilt hafa þau

Sveigjanleiki er í kerfinu til að bjóða upp á tilboð út frá tiltekinni samsetningu af réttum af matseðli, gosi og fleiru.

Einnig er hægt að skilgreina í tilboðinu verðið á mismunandi hátt eftir því hvort sótt er eða sent heim.

Kerfið býður upp á marga möguleika sem ekki eru taldir upp hér. Fylltu út eyðublaðið hér fyrir neðan til að hefja samtalið við okkur og koma þínum matseðli á netið.