hlidarrett-8.jpg

Feykir fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu. Í blaðinu er að finna fréttir af fólki og viðburðum, viðtöl, greinar, fréttaskýringar, uppskriftir, íþróttir og margt fleira.

„Stefna annaðist gerð nýrrar síðu Feykis, fréttablaðs Norðurlands vestra, undir vefmiðilinn Feyki.is. Frá fyrstu samskiptum okkar við starfsmenn fyrirtækisins fengum við það strax á tilfinningunni að þarna væru aðilar mjög færir á sínu sviði. Jafnframt að þetta væri upphafið af farsælu samstarfi og hefur það verið raunin, við fengið skjóta og örugga þjónustu við hvert fótmál og alltaf komið til móts við óskir okkar af einstakri þjónustulipurð.

Moya vefsíðukerfið er ákaflega notendavænt og þægilegt meðförum. Við mælum eindregið með Stefnu hugbúnaðarhúsi.“

Berglind Þorsteinsdóttir
Ritstjóri

Uppfærður vefur Feykis miðlar á öflugri hátt en áður fréttum af Norðurlandi vestra til allrar heimsbyggðarinnar. Vefhönnun var unnin í samstarfi við hönnuð blaðsins, Óla Arnar, en forritun og uppsetning í höndum starfsfólks okkar hjá Stefnu. Á vefnum er blandað saman rituðu máli, myndskeiðum (FeykirTV), pistlum og viðburðardagatali. Eins og á öðrum vefmiðlum spilar myndefni stórt hlutverk en sömuleiðis uppröðun og birting auglýsinga.

Við óskum starfsfólki Feykis, íbúum Húnavatnssýslna og Skagafjarðar, já og bara landsmönnum öllum til hamingju með nýja vefinn!

Meðal annarra fréttavefja úr okkar smiðju má nefna HringbrautHeilsutorg og N4.

  • feykiris-ferskur-a-netinu.jpg
  • verulegar-fjarfestingar-a-arinu-2015-feykiris.jpg
  • dagskra-feykiris.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband