1497989977-banner1.jpg

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. 

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

Í febrúar 2017 bárust gögn frá Hafrannsóknastofnun vegna fyrirhugaðrar uppfærslu á vef stofnunarinnar, sem var raunar ný stofnun þar sem sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar hafði orðið að veruleika sumarið áður.

Í kjölfar yfirferðar á þörfum og greiningar á umfangi við nýjan vef var Stefna valin til að vinna verkefnið og hafist var handa vorið 2017. Verkefnið vannst hratt og náðist góður taktur í viðmótshönnun, í kjölfarið grafískri hönnun og var vefurinn settur upp og afhentur til innsetningar efnis um sumarið. Nýr vefur leit svo dagsins ljós í byrjun október.

Við erum sérstaklega ánægð með snyrtilegan og aðgengilegan vef og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Hafrannsóknastofnun.

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband