p1060756.jpg

Höldur ehf var stofnað árið 1974. Í dag rekur Höldur ehf. Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 3500 bíla í rekstri yfir sumartímann og 20 afgreiðslustaði víðsvegar um landið.

„Við leituðum til Stefnu með þá hugmynd að smíða fyrir okkur nýjan samfélagsmiðaðan innrivef og skýr markmið:

Að stytta boðleiðir, bæta upplýsingagjöf og styrkja starfsandann með góðu aðgengi fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins - óháð staðsetningu eða endabúnaði.

Nú tæpu ári síðar er nýi innri vefurinn upplýsingaveita sem starfsfólk jafnt sem stjórnendur nota markvisst í sínum daglegu störfum. Þar má til dæmis nálgast rekstrarhandbók og fjölbreittar upplýsingar, ásamt því að senda skilaboð á einstaka starfsmenn eða hópa starfsmanna. Margt fleira skemmtilegt er einnig meðal efnis vefsins svo sem fréttir frá starfsstöðvum, myndir og myndskeið frá viðburðum, afmælisbörn dagsins, leiðir að heilsueflingu, leikir, vinningar og létt vinnustaðagrín sem gerir vinnuna skemmtilegri og er til þess fallið að þjappa okkar frábæra hópi starfsfólks enn betur saman.“

Vilhelm Þorri Vilhelmsson
Auglýsinga- og vefstjóri Hölds

Innrivefur stærstu bílaleigu landsins sem er í dag með um 200 starfsmenn og nálægt 230 á háannatíma í ferðaþjónustu.

Móða var sett á skjáskotið af innranetinu þar sem meginþorri upplýsinga á ekki erindi út fyrir fyrirtækið.

Mjög er vandað til verka í innrivef Haldar, þar er hægt að setja læk og komment á fréttir, starfsmenn geta skutlað inn eigin innleggum á þartilgerðan kork og sérstök skilaboðeining sér til þess að upplýsingum sé miðlað á markvissan og skilvirkan hátt til starfsmanna.

  • innrivefur.jpg
Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband