velvirk-opengraph-fb-vellidan-1200x628.png

Vefurinn er lendingarstaður fyrir vitundarvaktningu forvarnarverkefnis VIRK sem hefur það að markmiði að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna álagstengdra einkenna.

„Síðan velvirk.is fór í loftið í desember 2018 en hún er hluti af forvarnarverkefni VIRK. Síðunni er ætlað að veita einstaklingum og stjórnendum upplýsingar um jafnvægi og vellíðan í einkalífi og starfi. Hvíta húsið sá um hönnun og ákveðið var að leita til Stefnu vegna fyrri reynslu af þjónustunni og kerfinu. Samstarf hefur gengið mjög vel og tímaáætlanir hafa staðist. Moya kerfið hentar vel fyrir þetta verkefni, það er þægilegt í notkun og auðvelt að bæta við efni.“

María Ammendrup, sérfræðingur

Vefurinn á að vera vettvangur þar sem fólk á vinnumarkaði getur nálgast upplýsingar um allt sem tengist álagi í daglegu lífi svo sem varðandi streitu og kulnun. Þar eiga stjórnendur og leiðtogar á vinnustöðum að geta nálgast upplýsingar um góða stjórnunarhætti og verkfæri til að stuðla að vellíðan á sínum vinnustöðum.

Markmið verkefnisins er að gefa notendum aðgangi að góðum ráðum til að koma í veg fyrir eða bregðast við of miklu álagi og streitu sem gæti leitt til alvarlegri vanda svo sem kulnunar. Notendur eru hvattir til þess að íhuga hvort það sé „brjálað að gera“ og er athygli vakin á því að jafnvægi í lífinu er samvinnuverkefni vinnustaðanna, starfsmannanna og samfélagsins alls.

Verkefnið er samstarfsverkefni VIRK, Hvíta hússins, sem sá um vefhönnun og Stefnu.

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband