Pétur Rúnar skrifar

Stærsta bílaleiga landsins, Höldur - Bílaleiga Akureyrar, tók stórt skref inn í nútímann á dögunum þegar þeim fjölmörgu sem eru með bíl í langtímaleigu hjá fyrirtækinu býðst að panta sér tíma í dekkjaskipti og smurþjónustu á netinu.

Tímapantanir skrást beint inn í Navision, svo þessi viðbót vinnur með núverandi kerfum og smellpassar því inn í högunina á verkstæðum Höldurs. Í fyrsta áfanga er þessi þjónusta eingöngu í boði fyrir viðskiptavini langtímaleigu - ekki allan almenning.

Starfsfólk getur stillt hvenær má bóka tíma, þar sem tímabókanir í dekkjaskipti eru jú mun þéttari en í smurþjónustu. Einnig má stilla upp mismunandi staðsetningu fyrir hverja þjónustu.

Vantar þig bókunarkerfi inn á netið fyrir þína þjónustu? Hafðu samband og við komum þér inn í nútímann - ímyndaðu þér tímasparnaðinn við símsvörun!