SSL á vefinn þinn

01. mars 2017
Stefna Ehf

Nýjar aðferðir við úthlutun á öryggisskírteinum á vefsvæðum (OpenSSL) gera okkur kleift að bjóða upp á uppfærslu á öruggt vefsvæði án þess að mánaðargjald breytist. Þessi viðbót er í boði fyrir alla viðskiptavini okkar fyrir eitt lágt uppsetningargjald.

Við viljum gefa sem flestum færi á að fá sér SSL skírteini og bjóðum því upp á uppsetningu á skírteini á vefum sem eru komnir í loftið. Það þýðir að við setjum upp skírteinið og setjum vefinn í sjálfvirka endurnýjun þannig að það þarf ekki að greiða endurnýjunargjald og það verður engin viðbót við mánaðargjöld.

Fyrir utan aukið öryggi þá líður notendum betur með að nota örugg vefsvæði þegar ritaðar eru inn upplýsingar (t.d. eyðublöð). Í dag er Google að láta sérstaklega vita ef vefur er ekki öruggur og vefsvæði sem eru að nota SSL koma betur út í leitarniðurstöðum. Því er ljóst að SSL gagnast öllum. Sjá heimildir: TheEDesign og The Verge.

Sækja um SSL fyrir vefinn minn