Tímasparnaður með ársskýrslu á netinu

Tímasparnaður með ársskýrslu á netinu

Með ársskýrsluvef Stefnu getur þú gefið ársskýrsluna út á rafrænu sniði og þannig sparað prentkostnað við hefðbundna útgáfu.

Á netinu má jafnframt mæla lesturinn og lagfæra gögnin með auðveldum hætti ef eitthvað krefst leiðréttingar eða viðbóta.

Framsækin fyrirtæki gefa ársskýrsluna út á vefsniði, stundum samhliða hefðbundinni pappírsútgáfu. En fjárfestinguna má nýta ár eftir ár með uppfærðum gögnum.

Auðvelt að draga fram lykiltölur

Auðvelt að draga fram lykiltölur

Á ársskýrsluvefnum er vísað í ársreikninginn á PDF sniði, hann er því ekki allur felldur inn.

Hægt er að draga fram lykiltölurnar með myndrænum hætti, sé þess óskað. Þannig má stýra því hvað lesendur skýrslunnar eru helst að horfa á, hvort sem það eru tölur úr ársreikningi eða önnur tölfræði úr rekstrinum.

Ótvíræðir kostir stafrænnar útgáfu

Ótvíræðir kostir stafrænnar útgáfu
  • Lægri kostnaður - aukin skilvirkni og hraði.
  • Minnkað kolefnisspor - styður við markmið í umhverfisvænum viðskiptaháttum.
  • Bætt ímynd, nútímaleg lausn sem hægt er að efla enn með notkun myndbanda.
  • Mæla má lestur og miðla skýrslunni með nýjum aðferðum.

Það tekur lítinn tíma að gefa út ársskýrslu

Það tekur lítinn tíma að gefa út ársskýrslu

Við hjá Stefnu höfum smíðað sniðmót sem má laga að þörfum hvers og eins. Þannig sparast tími svo hægt sé að koma ársskýrsluvefnum hratt í loftið.

Með rafrænni útgáfu getur þú kynnt ársskýrsluna á heimasíðu fyrirtækisins/stofnunarinnar, með tölvupósti til viðeigandi hagsmunaaðila og boðið upp á samanburð á milli ára þegar fram í sækir.

Það tekur frá 4 upp í 14 daga að setja upp og gefa út ársskýrslu rafrænt.

Sjáðu dæmi: Ársskýrsla Norðurorku, Ársskýrsla Stapa Lífeyrissjóðs.