Moya

Moya

Vefumsjónarkerfið okkar er hannað og smíðað frá grunni af okkur sjálfum. Það hefur verið í þróun frá 2003 og er í notkun á yfir 1.000 vefsvæðum. Allir vefir sem við smíðum nýta Moya.

Kjarni þess er að styðja við markmið okkar um að færa notendum vald til að öðlast sjálfstæði í eigin vefmálum. Moya er afar öflugt og viðamikið vefumsjónarkerfi og stenst ströngustu kröfur um afköst, umsýslu á viðamiklum vefjum, öryggi og styður sérstaklega vel við leitarvélabestun (SEO) og aðgengisstaðla.

Einfalt í notkun - öflugt til framtíðar

Einfalt í notkun - öflugt til framtíðar

Við höfum útbúið bæði kennslumyndbönd og leiðbeiningar sem einfalt er að fletta upp í hér á netinu.

Notendur að Moya eru á einu máli; það er einfalt að byrja að nota kerfið og sparar mikla vinnu að þurfa ekki að liggja yfir flóknu kerfi til að framkvæma einfaldar aðgerðir.

Í kerfinu eru einnig öflugir eiginleikar sem styðja flóknari uppsetningar og uppbyggingu.

Helstu kostir Moya

Helstu kostir Moya

Búið er að hugsa út í allar mögulegar aðstæður. Aðgengismál, viðmót og möguleikar fyrir leitarvélabestun eins og best verður á kosið.  

  • Einfalt í notkun
  • Viðamikið og öflugt í vefsíðugerð
  • Öruggt CMS kerfi
  • Tenging við samfélagsmiðla
  • Full stjórn á vefsíðunni
  • Fjöldi auka veflausna
  • SEO vænt kerfi

Stöðugt í þróun

Stöðugt í þróun

Við vinnum stöðugt að nýjungum og viðbótum við vefumsjónarkerfi okkar í samráði við þarfir viðskiptavina og í takt við áherslur Google, W3C og fleiri aðila sem leggja línurnar í vefmálum á heimsvísu.

Nýlegar viðbætur sem hafa bæst í Moya eru meðal annars aukin áhersla á leitarvélabestun og ný stjórnun á valmyndakerfinu sem gefur meiri möguleika í stjórnun og uppsetningu veftrés. Einnig hefur vefumsjónarkerfið verið einfaldað til muna, komið nýtt myndasafn og uppfærður ritill. Að sjálfsögðu eru vefir frá okkur skalanlegir og aðgengi tryggt.