Hvernig við notum Open Source hugbúnað

20. maí 2015
Stefna Ehf
Opinn hugbúnaður, sem er frítt að sækja og með opinn kóða hefur rutt sér til rúms undanfarna áratugi, hvers vegna?
Opinn hugbúnaður, sem er frítt að sækja og með opinn kóða hefur rutt sér til rúms undanfarna áratugi, hvers vegna?

Open source ruddi sér fyrst til rúms í árdaga internetsins og reglulega fáum við spurningar um hvort og þá hvernig við hjá Stefnu nýtum okkur open source, sérstaklega í ljósi þess að vefumsjónarkerfið okkar Moya er ekki gefið út sem opinn hugbúnaður.

Með open source er átt við hugbúnað sem er með opinn grunnkóða, á mannamáli þýðir það að hægt er að skoða allan forritunarkóða, breyta honum (stundum með einhverjum skilyrðum) og sjá hvernig allt virkar á bakvið tjöldin. Leyfin sem fylgja slíkum hugbúnaði gera yfirleitt ekki kröfu um annað en að breytingar og viðbætur sem gerðar séu settar inn fyrir alla aðra að njóta og því myndast sterkt samfélag utanum slík verkefni.

Við hjá Stefnu höfum valið og hafnað þegar kemur að opnum hugbúnaði. Vefumsjónarkerfi okkar byggir á opnum hugbúnaði, meðal annars apache HTTP verkefninu (vefþjónn), MySQL (gagnagrunnur), PHP (forritunarmál) og Zend FW (kóðasafn fyrir PHP).

Vefumsjónarkerfið okkar, sem við nefndum eftir Moya geimskipinu í Farscape þáttunum, nýtir sér þannig styrkleika þessa hugbúnaðar. Við höfum jafnframt sett upp einingar í því á borð við TinyMCE, LESS og jQuery.

Moya er okkar WordPress

Hver er þá munurinn á Moya og open source kerfum á borð við WordPress, Drupal, Joomla og Umbraco? Helsti munurinn er að við hjá Stefnu höfum þróað lausnina sjálf í samræmi við þarfir viðskiptavina okkar. Við einblínum þannig á að viðbæturnar skili viðskiptavinum okkar auknu virði og höfum sérstaklega í huga að minnka flækjustig. Áherslan er þannig ekki á fjölda eiginleika heldur að byggja markvisst upp styrkleika. Open source hugbúnaður hefur tilhneigingu til að innihalda mjög marga eiginleika sem ýmist eru notaðir sjaldan eða alls ekki, þá er í boði mikill fjöldi viðbót af ýmsu tagi (tugþúsundir!) sem geta aukið á flækjustig í viðhaldi, uppsetningu og notendaviðmóti.

Útgangspunktur okkar í vefumsjón er að færa vefstjórum stjórnina, veita þeim sjálfstæði í að viðhalda efninu á vefnum. Sérstaða okkar byggir á að við erum með opið þjónustuborð fyrir alla okkar viðskiptavini, sem er opið 9-17, það er einmitt vefumsjónarkerfið okkar sem gerir okkur þetta kleift.

Ummæli viðskiptavina okkar bera þessu gott vitni:

Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans:
„Að mínu viti er notendakerfið mjög þægilegt og býður upp á mikla möguleika. Með tilkomu kerfisins fyrir Sjúkraflutningaskólann skapast aukin skilvirkni í starfi og er það jafnframt mjög vinnusparandi þar sem skriffinska og annað utanumhald minnkar til muna.“

Inga Ringsted, fjármálastjóri Lostætis:
„Þar sem við erum búin að prófa annað heimasíðukerfi þá teljum við okkur vera nokkuð dómbær á það hvernig Moya er að virka. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og allar aðgerðir fljótlegar og í flestum tilfellum auðskiljanlegar.“

Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri CP Reykjavík:
„Vefumsjónarkerfið Moya er mjög aðgengilegt og einfalt í notkun og það skiptir miklu máli varðandi daglega notkun og uppfærslur á vefnum.“

Kíktu á ummæli fleiri viðskiptavina okkar og hafðu samband til að fá kynningu á þjónustu okkar.