10 ráð fyrir leitarvélabestun

03. júní 2015
Stefna Ehf
Ætlarðu að vera best í bestun fyrir bestu leitarvélina?
Ætlarðu að vera best í bestun fyrir bestu leitarvélina?

Ýmis ráð, trix, brögð og jafnvel bellibrögð eru viðhöfð til að ná markmiðum í sýnileika á leitarvélum. Google gefur ekki upp hvernig röðun niðurstaðna er stýrt, en gefa þó skýr fyrirmæli um hvaða atriði það eru sem skipta máli. Hér förum við yfir nokkur af þeim sem hafa sýnt sig og sannað að mikilvægt sé að huga að.

Listinn var tekinn saman fyrir einn af viðskiptavinum okkar sem nýverið opnaði nýja síðu og vill tryggja sýnileika hjá tilvonandi viðskiptavinum sem leita eftir frösum sem tengjast starfseminni. Við ákváðum að fínpússa þetta aðeins og gefa út hér í þeirri von að það nýtist fleirum.

Leitarvélabestun er ekki geimvísindi

Öll eiga þessi atriði það sameiginlegt að bæta vefinn þinn, við leggjum áherslu á það umfram aðkeypta sérfræðinga og töfrabrögð með skammgóðum ávinningi. Góða skemmtun!

1. Hver ertu? Hvað gerir þú og hvar viltu vera? Hvaða leitarorð ætlarðu að einblína á?

2. Leysa vandamál fyrir notendur, viðskiptavini, almenning. Google vill að góðu ráðin finnist.

3. Tryggja nýjungar í efni og þannig virkni á samfélagsmiðlum. Tengja saman á viðeigandi hátt.

4. Hverjir eru vinir þínir og samstarfsaðilar? Fáðu þá með þér í lið, ekki kaupa tengla á öðrum síðum en tryggðu að réttir aðilar vísi til baka á þig með viðeigandi hætti.

5. Er orðalag á vefnum þínum í takt við það hvernig fólk talar um þinn bransa?

6. Eru tæknilegu atriðin í lagi? Lýsigögn, titlar, heiti slóða og yfirsíðna, XML Sitemap.

7. Já þú getur keypt þig inn á leitarvélar, en hugsaðu það til skemmri tíma, langtímamarkmiðið er að vera ofarlega í lífrænni leit (organic search á SERP, search engine results page).

8. Rétt lýsigögn með myndum og myndböndum geta skilað miklu.

9. Vefurinn þinn þarf að vera öllum aðgengilegur (responsive) óháð tæki.

10. Hlustaðu á hvað Google segja, notaðu Analytics, Webmaster tools, vertu með Google+ síðu og kannaðu stöðuna á PageSpeed Insights.

Unnið upp úr okkar reynslu, en einnig stuðst við SEO Basics: 8 Essentials When Optimizing Your Site á searchenginewatch.com, 10 Basic SEO Tips To Get You Started á businessinsider.com

Ummæli kröfuharðra viðskiptavina okkar tala sínu máli, Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar:

„Leitarvélabestun var eitt af mikilvægari markmiðum með innleiðingu á nýju vefumsjónarkerfi. Starfsmenn Brimborgar höfðu unnið mikla greiningarvinnu áður en vefirnir voru hannaðir og ein af stórum ástæðum þess að Moya vefsumsjónarkerfið var valið var vegna þess hvernig kerfið leysir leitarvélabestun á einfaldan en um leið skilvirkan hátt. Á aðeins nokkrum vikum náðust flest okkar markmið um leitarvélabestun fyrir alla nýju vefina og fyrir þrjá fyrstu vefina sem hafa verið í loftinu í nokkra mánuði hafa öll markmið náðst.“

Viltu vita meira, heyra af reynslu okkar og bæta vefinn þinn? Hafðu samband, við finnum tíma til að fara yfir málin!