Áhrifaríkar leiðir til að ná athygli fólks

21. október 2013
Stefna Ehf
Rannsóknir hafa sýnt að fólk les ekki nema u.þ.b. 25% af texta á vefsíðum. Fólk skannar og leitar að einhverju sem er nógu áhugavert til að stoppa við. Ef þú nærð ekki að fanga athyglina á fyrstu sekúndunum er allt eins líklegt að fólk sé aftur mætt á Google til að leita eftir einhverju öðru. Hér koma nokkrar áhrifaríkar leiðir til að fanga athygli fólks, og halda henni nógu lengi til að segja þeim söguna þína.
Rannsóknir hafa sýnt að fólk les ekki nema u.þ.b. 25% af texta á vefsíðum. Fólk skannar og leitar að einhverju sem er nógu áhugavert til að stoppa við. Ef þú nærð ekki að fanga athyglina á fyrstu sekúndunum er allt eins líklegt að fólk sé aftur mætt á Google til að leita eftir einhverju öðru. Hér koma nokkrar áhrifaríkar leiðir til að fanga athygli fólks, og halda henni nógu lengi til að segja þeim söguna þína.

Rannsóknir hafa sýnt að fólk les ekki nema u.þ.b. 25% af texta á vefsíðum. Fólk skannar og leitar að einhverju sem er nógu áhugavert til að stoppa við. Ef þú nærð ekki að fanga athyglina á fyrstu sekúndunum er allt eins líklegt að fólk sé aftur mætt á Google til að leita eftir einhverju öðru. Og finnur þá lílkega einhvern annan. Til þess að koma skilaboðum til netnotanda þarf að pakka þeim þannig inn að notendur stoppi við og byrji að lesa. Og svo þarf að hafa söguna áhugaverða til að halda þeim við efnið.

Six Revisions var með mjög flotta bloggfærslu fyrir stuttu um áhrifaríkar aðferðir til ná athygli notenda, eða með öðrum orðum, til að segja sögur á vefnum. Ég lagðist í smá þýðingavinnu til að geta komið þessum mikilvægu skilaboðum áleiðis á ástkæra ilhýra málinu. 

 

Segðu söguna með texta

Texti er hefðbundin og þægileg leið til að koma skilaboðum á framfæri. Og hún hefur kosti og galla. Kostirnir eru að texti er á allra færi og krefst ekki mikillar sérþekkingar samanborið við framsetningu efnis á video- eða hljóðformi. Gallinn er hins vegar sá að fólk hefur ekki áhuga á að lesa þurran texta um allt þetta áhugaverða sem við viljum segja þeim.

Með því að búa til áhugaverða sögu úr því sem þú vilt segja getum við haldið athygli þeirra lengur. Með því að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn er hægt að búa til áhugaverða sögu um nánast hvað sem er; vörur, þjónustu, fyrirtæki, viðskiptavini, sölutölur o.s.frv.

Gerðu söguna persónulega, fyndna, öðruvísi, ögrandi eða hvernig sem þú þarft til að grípa athygli notandans, og halda henni.

Dæmi: Campaignmonitor

Í stað þess að vera með hefðbundna “Um fyrirtækið” undirsíðu þá er Campaignmonitor með “Our Story” þar sem notendur fá strax innsýn í sögu fyrirtækisins, gildi þeirra og stefnu.

Að segja sögur með texta

 

Segðu söguna með myndefni

Heilinn vinnur 60.000 sinnum hraðar úr myndum en texta. Ein mynd jafnast á við þúsund orð segir máltækið, þær segja sögur en gefa notendum auk þess tækifæri til að túlka sjálfir.

Það er því ekki að ástæðulausu að myndir eru mikið notaðar til að hjálpa til við að koma skilaboðum á framfæri. Myndir á vefnum eru aðallega notaðar á þrjá mismunandi vegu, sem:

1. Bakgrunnsmyndir, til að setja ákveðinn tón fyrir síðuna.

2. Myndskreyting með texta til að gefa dýpt í textann.

3. Infographics, sem eru frábær leið til að segja sögur. Fólki líkar þær vegna þess að þær geta innihaldið gríðarlegt magn upplýsinga þrátt fyrir mjög lítinn texta.     


Dæmi um bakgrunnsmyndir og myndskreytingu með texta: TestFlightApp

Að segja sögur á vefnum með myndefni

Dæmi um infographics: Water Down
Segir söguna af því hvað hreinu vatni er misskipt í heiminum.

Að nota infographics til að segja söguna

 

Segðu söguna með hreyfimyndum

Góðar sögur hafa skemmtanagildi og þær höfða til tilfinninga fólks. Góðar sögur eru skemmtilegar, spennandi, dramatískar o.s.frv. Hreyfimyndir gefa nýja vídd í myndskreytingar á netinu og heldur fólki í biðstöðu eftir því sem gerist næst. Ein aðferð til að bæta hreyfivirkni í efni vefsíðunnar er svokallað parallax scrolling. Með því eru mism. hlutar vefsíðunnar látnir bregðast mismunandi við músaskruni notandans. Þetta er tiltölulega ný tækni í vefhönnun og býður upp á mjög góða leið til að segja sögur á grípandi og skemmtilegan hátt og bætir notendaupplifun fólks á vefnum.

Dæmi: TedXGuc

Hér er parallax skrun notað til að segja þér söguna á bakvið TED.

Parallex scroll notað til að segja söguna á bakvið TedX

 

Segðu söguna með videó

Vissir þú að notendur dvelja 100% lengur á vefsíðu ef það er videó á henni?

Og vissir þú að notendur eru 85% líklegri til að kaupa vöru eftir að hafa horft á vídeókynningu af henni.

Vídeó felur í sér bæði hreyfimynd og hljóð, mjög mikilvæga þætti í grípandi sögum og ástæðu þess að margir kjósa bíóferð fram yfir bókalestur.  

Dæmi: Smartsíma appið Droplet notast við videó til að segja söguna.

Að nota video til að segja sögur

 

Segðu söguna með hljóði

Hljóð er nokkuð vandmeðfarið á vefsvæðum þar sem margir notendur kæra sig ekki um það. En hljóð er engu að síður gömul og góð leið til að segja sögur. Í áranna rás hafa lög verið notuð til að segja börnum sögur. Ef vel sett saman geta lög verið grípandi og þar af leiðandi fyrirtaks leið til að krydda söguna og halda athygli hlustandans.

Dæmi: Dumb ways to die frá Metro Trains í Ástralíu. 

Notkun á hljóði til að segja sögur á vefnum

Hér var búið til lag til að sýna fólki fram á hinar ýmsu áhættur sem fylgja lestarferðum og nálægð við lestir, í þeirri von að fólk meðtaki skilaboðin betur en með hefðbundnum leiðum s.s. plagötum og dýrum sjónvarpsauglýsingum.

 

Segðu söguna með samfélagsmiðlunum

Samfélagsmiðlarnir geta verið frábær staður fyrir fyritæki að segja sögurnar sínar. Þar verða sögurnar gagnvirkar við notendur. Samfélagsmiðlarnir hvetja notendur til að segja sínar eigin sögur, deila þeim, hlusta á sögur annarra og búa til sögur saman.

Dæmi: Starbucks á Facebook.

Fæst fyrirtæki hafa náð fullum tökum á samfélagsmiðlunum til þess að segja sögurna sínar. Þar er þó Starbucks undantekning því þeir eru að meðaltali með 5000 athugasemdir á hverja færslu, og yfir 35 milljónum manna líkar við Facebook síðuna þeirra.

Og ástæðan, þeir segja sögur og notendur hafa þar vettvang til að segja sínar sögur á móti.

Að nota samfélagsmiðlana til að segja sögur

 

Hvaða sögu vilt þú segja þínum notendum?

 

Þessi færsla er byggð á erlendri bloggfærslu frá Six Revisions

Halla

 

Halla Hrund Skúladóttir
halla@stefna.is