Google Keep

04. september 2013
Stefna Ehf
Skemmtileg uppfærsla frá Google
Skemmtileg uppfærsla frá Google

Við í Stefnu höfum einstaka ánægju af öllum tólum sem auðvelda manni lífið. Eitt af þeim tólum var að fá mjög skemmtilega uppfærslu frá Google. Um er að ræða Google Keep en það er ætlað í að halda utan um minnismiða og todo lista (aðgerðarlista). Fyrir utan skrifað mál þá er hægt að vera með raddupptökur og ljósmyndir.

Uppfærslan snýst um að nú er hægt að setja áminningu á minnismiða og todo lista eftir tíma og staðsetningu. Þannig er hægt að útbúa lista yfir verkfæri eða efni sem vantar í safnið og næst þegar viðkomandi kemur við í Húsasmiðjunni þá poppar upp áminning um að það vanti að kaupa hamar, tvær gerðir af nöglum og nýjan krana á baðherbergið. Google keep er bæði veftól og snjallsímatól. drive.google.com/keep