Fleiri myndir á vefinn þinn

28. maí 2019
Pétur Rúnar
Það getur munað miklu fyrir vef að nýta myndefni á öflugan hátt.

Í þessum stutta pistli langar okkur að benda á þægilegar og sniðugar leiðir til að efla myndefni á vefjum. Til þess má nota fría þjónustu þar sem boðið er upp á að sækja og nota myndir án endurgjalds - en auðvitað eru líka mjög góðir valkostir sem greiða má fyrir, til dæmis Shutterstock og Adobe Stock.

Þær tvær síður sem við höfum bent á, sem bjóða afburðagott myndefni án endurgjalds eru Freepix og Unsplash.

Í leyfistexta þeirrar síðarnefndu er þetta skýrt: „All photos published on Unsplash can be used for free. You can use them for commercial and noncommercial purposes. You do not need to ask permission from or provide credit to the photographer or Unsplash, although it is appreciated when possible.“.

Myndirnar má nota með fréttum, í bannera, með viðburðum og til að lífga upp á síður með miklum texta. Af viðskiptavinum okkar sem nýta sér þessa þjónustu má nefna velvirk.is vefinn og sömuleiðis Amtsbókasafnið á Akureyri, sem nýtir Freepix.

Stefna fær enga umbun fyrir þessa umfjöllun frá þeim sem hér eru nefndir.