Ísland.is vinnur til verðlauna

15. mars 2022
Snorri Kristjánsson
Vefur Ísland.is hlaut nýverið Íslensku vefverðlaunin sem Besti opinberi vefurinn annað árið í röð og að auki var vefurinn valinn Besti íslenski vefurinn. 

Vefur Ísland.is hlaut nýverið Íslensku vefverðlaunin sem Besti opinberi vefurinn annað árið í röð og að auki var vefurinn valinn Besti íslenski vefurinn

Aðkoma Stefnu að Ísland.is á sér tveggja ára sögu en nýr vefur var opnaður 24. september 2020 og var Stefna aðili að rammasamningi í kjölfar útboðsferlis á vegum Ríkiskaupa.

Island.is vefurinn er settur upp samkvæmt tæknistefnu Stafrænt Ísland, sjá einnig þróun á ísland.is. Vefumsjónarkerfið er headless og framendinn í ReactJS og hefur Stefna m.a. komið að uppsetningu og skilgreiningu leitarvélarinnar. Notast er við hönnunarkerfi (Ísland UI) með ReactJS einingum. Stefna vann efnisstefnu fyrir vefinn og rýnir efni frá stofnunum inn á vefinn til svo það samræmist efnisstefnunni. Grunnur hennar er að góður upplýsingavefur þarf að uppfylla þrjú skilyrði fyrir notendur:

  1. Upplýsingarnar þurfa að vera á vefnum
  2. Fólk þarf að finna þær
  3. Fólk þarf að skilja þær

Stefna sá alfarið um uppbyggingu persóna sem notaðar eru til að rýna vefinn út frá ólíkum notendahópum. Þá var nýr vefur Sýslumanna sem gefinn var út á vormánuðum 2021 alfarið á hendi Stefnu hvað varðar uppbyggingu, efnisvinnslu og skipulag.

Í samráði við Utanríkisráðuneytið unnum við svo að upplýsingasíðu fyrir erlenda ferðmenn, óhætt er að segja að með þeirri síðu hafi orðið bylting í þjónustu og upplýsingagjöf við ferðamenn sem hugðu á heimsókn til Ísland á tímum Covid takmarkana.

Við hlökkum til framhaldsins í samstarfinu við Júní og Stafrænt Ísland, sannarlega gjöfult samstarf með öflugu teymi!