Markaðshádegi 2017

Safnreitaskil

Á Markaðshádegi Stefnu hittumst við föstudaginn 12. maí, ræðum málin og tökum stöðuna á nokkrum heitum málum.
Í boði verða léttar veitingar.

Aðgangur er ókeypis.
Fjöldi þátttakenda er þó takmarkaður þannig að það er
um að gera að skrá sig sem fyrst.

Staður: Strikið, 5.hæð / Akureyri.
Dagsetning: 12. maí, kl. 11-13.

Vinsamlega fyllið inn upplýsingarnar hér fyrir neðan og smellið á hnappinn neðst á síðunni.

Safnreitaskil

11:00 Spyrjum notandann - hann veit!

Sérfræðingar Stefnu ræða um mikilvægi notendaprófana við hönnun vefsíðna og gefa dæmi um rannsóknaraðferðir sem vefstjórar geta nýtt sér.

11:30 Spjall- og matarhlé

11:40 Hvaða máli skiptir vefurinn sveitarfélög?

Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar
Starfsemi sveitarfélaga hefur marga snertifleti við íbúana og er þannig samtvinnuð inn í allt þeirra líf. Það er því gríðarlega mikilvægt að koma upplýsingum um starfsemina á aðgengilegan, þægilegan og hagkvæman hátt.

12:00 Vefur Háskólans á Akureyri í naflaskoðun

Katrín Árnadóttir, Forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri.
Skólinn vill þjóna mörgum markhópum, en það er einmitt vandinn. Vefnotendur dagsins í dag eru krítískir og lélegur vefur háskóla gæti alveg eins þýtt lélegt nám. Til að vefur skólans henti best sem kynningar- og upplýsingamiðill fengum við sérfræðing til að hjálpa okkur með þarfagreiningu.

12:20 Vefstjóri, veftæknir eða stafrænn leiðtogi?

Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón
Fyrirtæki þurfa að takast á við stórar áskoranir á næstu árum. Ef þau ætla að lifa af í samkeppni þurfa þau að bjóða upp á framúrskarandi notendaupplifun og ekki síst stafræna notendaupplifun. Starf vefstjórans þarf að taka mið af þessu og sá sem gegnir því þarf að fá aukna ábyrgð. Sigurjón fjallar um þessar áskoranir og reynir að svara m.a. spurningunni hvort starfsheitið vefstjóri sé barn síns tíma.