akrafjall-hofnin.jpg

Vefur Akraneskaupstaðar var opnaður nýlega eftir viðamikla og góða undirbúningsvinnu að hálfu stýrihóps verkefnisins. Á sama tíma var opnuð íbúagátt til að bæta rafræna þjónustu við íbúa Akraness þar sem þeir geta nú sótt um húsaleigubætur, leikskólapláss, byggingarlóð og heimaþjónustu.

„Persónuleg og góð þjónusta, snöggir í svörum, jákvæðir, lausnamiðaðir, stanslaus þróun og eftirfylgni. Þetta eru orð sem lýsa samskiptum Akraneskaupstaðar og Stefnu. Þeir fá okkar topp meðmæli og hlökkum til frekari samstarfs.“

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað

Vefur Akraneskaupstaðar fékk tilnefningu til vefverðlauna SVEF 2014 í flokki opinberra vefja og hlaut verðlaun sem besti sveitarfélagavefurinn í úttekt Innanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“.

Vefurinn hefur tekið stakkaskiptum og skartar nú breyttu útliti og breyttum áherslum. Meðal annars má þar nefna:

  • Breytt og bætt flokkun á efni
  • Mikil áhersla á leit
  • Rafræna þátttöku íbúa í að halda vefnum vel uppfærðum
  • Aðgang að upptökum af bæjarstjórnarfundum
  • Aðgang að fundagerðum

Auk þess er vefurinn nú að sjálfsögðu skalanlegur til að hámarka nytsamleika hans fyrir notendur, óháð þvi hvort fólk kýs að gera það í tölvu, spjaldtölvu eða síma.

  • akraneskaupstadur.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband