shutterstock_374156080.jpg

FÍB hefur með skeleggri framgöngu barist fyrir lækkun skatta, eldsneytisverðs og trygginga samhliða betri þjónustu við bifreiðaeigendur. 

Nýr vefur FÍB, stærstu frjálsu félagasamtaka landsins, er stórt stökk inn í nútímann. Með vefumsjónarkerfi Stefnu er mun auðveldara en áður að setja efni á vefinn og nýi vefurinn skalast vitaskuld í smærri skjái án vandkvæða.

FÍB veitir hagnýta ráðgjöf og fjölbreytta þjónustu til félagsmanna. FÍB er aðili að FIA Alþjóða samtökum bifreiðaeigenda. Samstaða bifreiðaeigenda í einu neytendafélagi eflir og styrkir áhrifamátt þeirra.

Á vefnum er að finna hagnýtar upplýsingar, fróðlegar greinar og vísanir á gagnlegar síður bæði hér heima og erlendis.

Aðild að FÍB veitir margs konar afslætti og fríðindi, þá er FÍB með aðstoð og tækniráðgjöf fyrir félagsmenn og margt fleira.

Við óskum FÍB til lukku með nýja vefinn!

  • felag-islenskra-bifreidaeigenda.jpg

Til baka: Félög og samtök

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband