uy.jpg

Fyrirtækið Gæðabakstur var stofnað árið 1993 og í fyrstu einskorðaðist framleiðslan við kleinur og ameríska kleinuhringi í 68m2 húsnæði. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið mikið og er nú orðið eitt af leiðandi fyrirtækjum í brauðgerð á Íslandi með yfir 120 starfsmenn. Mörg fyrirtæki hafa auk þess sameinast Gæðabakstri t.d. Breiðholtsbakarí, Ömmubakstur, Ragnarsbakarí og Ekta brauð. Gæðabakstur er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi 2012 og 2013. 

„Stefna gerði nýja heimasíðu fyrir okkur hjá Gæðabakstri og Ömmubakstri. Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og einnig framúrskarandi þjónustu sem við fengum með allar sérþarfir osfrv. Moya kerfið er einfalt og þægilegt í notkun og lítið mál að uppfæra eftir þörfum. Áherslan og markmiðið með vefnum var að hann ætti að auðvelda viðskiptavinum okkar að leita sér upplýsinga um vörurnar. Fyrir hverja vöru finnur þú lýsingu á vörunni, næringarinnihald, næringartöflu, ofnæmisvalda og hvernig er best að geyma vöruna. 

Þetta var mikil vinna og ótrúlega þægilegt að eiga í samskiptum við Stefnu-menn!“

Viktor Sigurðsson
Markaðsstjóri

Á nýjum vef Gæðabaksturs er hægt að nálgast upplýsingar um allar þeirra vörur og þjónustu ásamt ýmsum fróðleiksmolum og uppskriftum. 

Vefurinn er að sjálfsögðu settur upp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

  • gaedabakstur-ommubakstur-bakari.jpg
  • matbraud-gaedabakstur-ommubakstur.jpg
  • baendabraud-plotubraud-gaedabakstur-ommubakstur.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

stracta_svita_10_20180409_dsc7789_prent.jpg
stractahotels.is
thtr2812.jpg
akureyri-hand.is
michael-blum-469709.jpg
isafjordur.is
shutterstock_428299819.jpg
blind.is
1514533464-251541302064.jpg
holdur.is
1497989977-banner1.jpg
hafogvatn.is

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

schenhaus1.jpg
arcticheliskiing.com

„Undanfarin 11 ár hefur Stefna haldið utanum og hannað vefi Bergmanna og Arctic Heli Skiing með ótrúlega góðum árangri. Vefir fyrirtækjanna hafa á þeim tíma aldrei legið niðri eða orðið fyrir árásum eða tjóni og þjónustan verið algerlega til fyrirmyndar á sama tíma og verðið hefur verið mjög sanngjarnt.

Aðkoma Stefnu að okkar starfsemi hefur verið lykil þáttur í velgengni okkar rekstrar þar sem að mikill meirihluti okkar tekna kemur beint í gegnum vefi fyrirtækjanna“

Jökull Bergmann
Bergmenn Fjallaleiðsögumenn - Arctic Heli Skiing

1498904117-jgl3.jpg
vatnajokulsthjodgardur.is

„Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði vefsíðu sína árið 2017. Vefur og vefumsjónarkerfi frá Stefnu varð fyrir valinu því tilboð fyrirtækisins var hagstætt, kröfur um öryggi, aðgengi og annað þess háttar voru uppfylltar og síðast en ekki síst fengum við mjög jákvæðar umsagnir aðila sem við þekkjum og treystum og eru einnig í viðskiptum við Stefnu.

Moya vefumsjónarkerfið hefur staðist allar væntingar okkar. Notendaviðmótið er sérstaklega einfalt og þægilegt, en um leið býður vefumsjónarkerfið upp á ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar í því kerfi sem við notuðum áður. Þetta þægilega viðmót endurspeglast svo í starfsmönnum Stefnu; þeir eru alltaf til þjónustu reiðubúnir þegar við þurfum á þeim að halda og þeir sýna líka frumkvæði sem hjálpar okkur að vera í takt við tímann. Við hikum því ekki við að mæla með Stefnu við þá sem vilja vera með góðan og aðgengilegan vef.“

Þórður H. Ólafsson
Framkvæmdastjóri