580353.jpg

Saffran býður upp á heilsusamlegan, alþjóðlegan, ferskan og framandi mat sem kryddar sál þína og líkama. Allt brauð er bakað á staðnum til þess að tryggja gæði og ferskleika. Einnig er boðið upp á svaladrykki, smúðinga, sósur og krydd til matargerðar. Saffran býður hópmatseðla og samlokubakka sem smellpassa í veisluna þína.

Við smíðuðum vef og app fyrir Saffran, eitt metnaðarfyllsta og um leið skemmtilegasta verkefnið okkar hingað til. Við byggjum á góðu samstarfi við FoodCo, en við höfum séð um vef- og appmálin fyrir Greifann um árabil.

  • saffran-vefskot.png

Til baka: Matvælaiðnaður

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband