2019_0211_14555400.jpg

Myllan er leiðandi á íslenskum matvælamarkaði með sérhæfingu í framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Frá 2004 hefur Myllan verið hluti af Íslensk Ameríska, en fyrirtækið var stofnað 1959 og starfa nú 210 manns frá 18 þjóðlöndum á vöktum allan sólarhringinn, flesta daga ársins.

Vefur Myllunnar veitir skýrar og greinargóðar upplýsingar um vörur fyrirtækisins og sérþjónustu á borð við tertur fyrir sérstök tilefni. Á vefnum er ýmiss fróðleikur tengdur vöruframboði og nýjungar kynntar til sögunnar.

Vöruframboð er aðskilið í vörulínur og meðal nýjunga þar má nefna Lífskorn, en þar er að finna valkost fyrir þá sem eru vegan, fyrir þá sem vilja sérstaklega trefjaríkt brauð með allt að sjö tegundum fræja og korna.

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband