img_6547.jpg

Vefur Öryrkjabandalags Íslands hlaut verðlaun sem aðgengilegasti vefurinn á íslensku vefverðlaununum 2015.

„Markmið okkar að búa til nýjan, snjallan, einfaldan og aðgengilegan vef fyrir ÖBÍ hefur tekist alveg ljómandi vel með Stefnu. Þjónustan var í alla staði frábær, starfsfólkið liðlegt og hjálplegt og tók vel í að útfæra ýmsar nýjar hugmyndir sem við komum með í ferlinu.

Það var ekki til neitt sem hét vandamál, bara lausnir. Við erum afskaplega ánægð með samstarf okkar við Stefnu og hlökkum til að vinna áfram með þeim í framtíðinni.“

Margrét Rósa Jochumsdóttir

Nýr vefur ÖBÍ var settur í loftið 3. desember 2015. Í samstarfi við starfsfólk ÖBÍ og Fúnksjón vefráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar í þarfagreiningu og undirbúning tilboða til veffyrirtækja kom starfsfólk Stefnu að viðmótshönnun, vefhönnun, forritun og uppsetningu á vefnum.

Úttekt á aðgengi vefsins og notendaprófun var í höndum Sjá ehf. Einnig var leitað til Birkis Rúnars Gunnarssonar sem tók út ýmis tækni- og aðgengisatriði sem snúa að blindum notendum.

Aðgengilegasti vefurinn 2015

Við óskum Öryrkjabandalaginu til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu og viljum þakka þeim fyrir lærdómsríkt og gjöfult samstarf, sem er þó rétt að byrja!

  • oryrkjabandalag-islands.jpg
  • adildarfelog-obi-oryrkjabandalag-islands.jpg
  • vefrit-oryrkjabandalag-islands.jpg
  • hvert-a-ad-leita-oryrkjabandalag-islands.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

stracta_svita_10_20180409_dsc7789_prent.jpg
stractahotels.is
thtr2812.jpg
akureyri-hand.is
michael-blum-469709.jpg
isafjordur.is
shutterstock_428299819.jpg
blind.is
1514533464-251541302064.jpg
holdur.is
1497989977-banner1.jpg
hafogvatn.is

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

schenhaus1.jpg
arcticheliskiing.com

„Undanfarin 11 ár hefur Stefna haldið utanum og hannað vefi Bergmanna og Arctic Heli Skiing með ótrúlega góðum árangri. Vefir fyrirtækjanna hafa á þeim tíma aldrei legið niðri eða orðið fyrir árásum eða tjóni og þjónustan verið algerlega til fyrirmyndar á sama tíma og verðið hefur verið mjög sanngjarnt.

Aðkoma Stefnu að okkar starfsemi hefur verið lykil þáttur í velgengni okkar rekstrar þar sem að mikill meirihluti okkar tekna kemur beint í gegnum vefi fyrirtækjanna“

Jökull Bergmann
Bergmenn Fjallaleiðsögumenn - Arctic Heli Skiing

1498904117-jgl3.jpg
vatnajokulsthjodgardur.is

„Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði vefsíðu sína árið 2017. Vefur og vefumsjónarkerfi frá Stefnu varð fyrir valinu því tilboð fyrirtækisins var hagstætt, kröfur um öryggi, aðgengi og annað þess háttar voru uppfylltar og síðast en ekki síst fengum við mjög jákvæðar umsagnir aðila sem við þekkjum og treystum og eru einnig í viðskiptum við Stefnu.

Moya vefumsjónarkerfið hefur staðist allar væntingar okkar. Notendaviðmótið er sérstaklega einfalt og þægilegt, en um leið býður vefumsjónarkerfið upp á ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar í því kerfi sem við notuðum áður. Þetta þægilega viðmót endurspeglast svo í starfsmönnum Stefnu; þeir eru alltaf til þjónustu reiðubúnir þegar við þurfum á þeim að halda og þeir sýna líka frumkvæði sem hjálpar okkur að vera í takt við tímann. Við hikum því ekki við að mæla með Stefnu við þá sem vilja vera með góðan og aðgengilegan vef.“

Þórður H. Ólafsson
Framkvæmdastjóri