Vefur Öryrkjabandalags Íslands hlaut verðlaun sem aðgengilegasti vefurinn á íslensku vefverðlaununum 2015.
„Markmið okkar að búa til nýjan, snjallan, einfaldan og aðgengilegan vef fyrir ÖBÍ hefur tekist alveg ljómandi vel með Stefnu. Þjónustan var í alla staði frábær, starfsfólkið liðlegt og hjálplegt og tók vel í að útfæra ýmsar nýjar hugmyndir sem við komum með í ferlinu.
Það var ekki til neitt sem hét vandamál, bara lausnir. Við erum afskaplega ánægð með samstarf okkar við Stefnu og hlökkum til að vinna áfram með þeim í framtíðinni.“
Margrét Rósa Jochumsdóttir
Nýr vefur ÖBÍ var settur í loftið 3. desember 2015. Í samstarfi við starfsfólk ÖBÍ og Fúnksjón vefráðgjöf Sigurjóns Ólafssonar í þarfagreiningu og undirbúning tilboða til veffyrirtækja kom starfsfólk Stefnu að viðmótshönnun, vefhönnun, forritun og uppsetningu á vefnum.
Úttekt á aðgengi vefsins og notendaprófun var í höndum Sjá ehf. Einnig var leitað til Birkis Rúnars Gunnarssonar sem tók út ýmis tækni- og aðgengisatriði sem snúa að blindum notendum.
Við óskum Öryrkjabandalaginu til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu og viljum þakka þeim fyrir lærdómsríkt og gjöfult samstarf, sem er þó rétt að byrja!
Komdu í kaffi til okkar og við förum yfir þín mál og gerum tilboð sem hentar þinni starfssemi.
s. 464 8700