Eignasafn Reita hefur verið í þróun í næstum 30 ár, það samanstendur af verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, hótelbyggingum og öðru atvinnuhúsnæði.
„Markmið okkar hjá Reitum fasteignafélagi var að skapa skemmtilegan vef sem gæfi virkilega góða yfirsýn yfir klæðskerasniðna möguleika í atvinnuhúsnæði. Við vinnum oft náið með fyrirtækjum að því að uppfylla þeirra húsnæðisþarfir og við vildum miðla því.
Við höfum unnið með Stefnu síðan 2012 og þegar vefurinn var endurnýjaður 2016 kom varla annað til greina en áframhaldandi samstarf enda þjónusta þeirra til fyrirmyndar og Moya vefumsjónarkerfið mjög þægilegt. Við gerð nýja vefsins reyndi á aðra þætti s.s. hugmyndaauðgi og þekkingu á viðmótshönnun og þar gáfu Stefnumenn alls ekkert eftir. Það hefur verið virkilega gaman að vinna með Stefnu.“
Kristjana Ósk Jónsdóttir
Markaðsstjóri
Nýr vefur reita var hannaður í samráði við auglýsingastofu Reita, Jónsson&Le'macks, en frágangur, vefforritun og aðlögun eininga Moya vefumsjónarkerfisins að þörfum Reita var í höndum okkar hjá Stefnu.
Á vef Reita er að finna eignasafn þeirra og dregið fram sérstaklega það húsnæði sem er laust til leigu. Einnig er rík áhersla á að draga fram sérþekkingu starfsfólks fyrirtækisins við að finna lausnir á þörfum sinna viðskiptavina í ljósi ríkrar þekkingar á markaðnum og þörfum annarra viðskiptavina.
Mikil áhersla er á skýra framsetningu gagnvart fjárfestum og að gefa innsýn í hvernig þjónusta Reita hefur nýst viðskiptavinum félagsins.
Komdu í kaffi til okkar og við förum yfir þín mál og gerum tilboð sem hentar þinni starfssemi.
s. 464 8700