Reitir fasteignafélag

1462529708-reitir-um-reiti.jpg

Eignasafn Reita hefur verið í þróun í næstum 30 ár, það samanstendur af verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, hótelbyggingum og öðru atvinnuhúsnæði.

„Markmið okkar hjá Reitum fasteignafélagi var að skapa skemmtilegan vef sem gæfi virkilega góða yfirsýn yfir klæðskerasniðna möguleika í atvinnuhúsnæði. Við vinnum oft náið með fyrirtækjum að því að uppfylla þeirra húsnæðisþarfir og við vildum miðla því.

Við höfum unnið með Stefnu síðan 2012 og þegar vefurinn var endurnýjaður 2016 kom varla annað til greina en áframhaldandi samstarf enda þjónusta þeirra til fyrirmyndar og Moya vefumsjónarkerfið mjög þægilegt. Við gerð nýja vefsins reyndi á aðra þætti s.s. hugmyndaauðgi og þekkingu á viðmótshönnun og þar gáfu Stefnumenn alls ekkert eftir. Það hefur verið virkilega gaman að vinna með Stefnu.“

Kristjana Ósk Jónsdóttir
Markaðsstjóri

Nýr vefur reita var hannaður í samráði við auglýsingastofu Reita, Jónsson&Le'macks, en frágangur, vefforritun og aðlögun eininga Moya vefumsjónarkerfisins að þörfum Reita var í höndum okkar hjá Stefnu.

Á vef Reita er að finna eignasafn þeirra og dregið fram sérstaklega það húsnæði sem er laust til leigu. Einnig er rík áhersla á að draga fram sérþekkingu starfsfólks fyrirtækisins við að finna lausnir á þörfum sinna viðskiptavina í ljósi ríkrar þekkingar á markaðnum og þörfum annarra viðskiptavina.

Mikil áhersla er á skýra framsetningu gagnvart fjárfestum og að gefa innsýn í hvernig þjónusta Reita hefur nýst viðskiptavinum félagsins.

  • reitir-atvinnuhusnaedi-til-leigu-verslunarhusnaedi-og-skrifstofuhusnaedi.jpg
  • reitir-upplysingar-og-thjonusta-vid-leigutaka-reitir-fasteignafelag.png
  • verslunar-og-veitingahusnaedi-reitir-fasteignafelag.jpg
  • fjarfestayfirlit-reitir-fasteignafelag.jpg
  • endurnyjad-husnaedi-fyrir-bankautibu-uti-a-granda-reitir-fasteignafelag.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_305290436.jpg
nordurthing.is

„Sveitarfélagið Norðurþing hefur byggt upp alla sína vefi í vefumsjónarkerfinu Moya síðan sveitarfélagið varð til árið 2006. Ég gef Moya kerfinu toppeinkunn fyrir einfalt og þægilegt notendaviðmót og hversu fljótlegt er að byggja upp vefi í kerfinu og viðhalda þeim. Starfsmenn Stefnu ehf. fá jafnframt hæstu einkunn fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka lipurð við að finna bestu lausnina hverju sinni.“

Daníel Borgþórsson
vefstjóri Norðurþings

divesilfra.jpg
divesilfra.is

„Við ákváðum í sumar að endurnýja vefsíðuna okkar divesilfra.is og veltum fyrir okkur hinum ýmsu kostum í þeim efnum. Við ákváðum að vinna verkið með Stefnu og erum mjög ánægð með útkomuna. Samstarfið við starfsfólk Stefnu var auðvelt og árangursríkt og sýndu þau frumkvæði og útsjónarsemi þegar kom að því að leysa tæknilega annmarka sem upp komu við að samþætta síðuna við bókunarkerfi okkar. Við gefum Stefnu okkar bestu meðmæli og hlökkum til að starfa með þeim áfram.“

Fannar Ásgrímsson
Markaðsstjóri Arctic Adventures

p1060756.jpg

„Við leituðum til Stefnu með þá hugmynd að smíða fyrir okkur nýjan samfélagsmiðaðan innrivef og skýr markmið:

Að stytta boðleiðir, bæta upplýsingagjöf og styrkja starfsandann með góðu aðgengi fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins - óháð staðsetningu eða endabúnaði.

Nú tæpu ári síðar er nýi innri vefurinn upplýsingaveita sem starfsfólk jafnt sem stjórnendur nota markvisst í sínum daglegu störfum. Þar má til dæmis nálgast rekstrarhandbók og fjölbreittar upplýsingar, ásamt því að senda skilaboð á einstaka starfsmenn eða hópa starfsmanna. Margt fleira skemmtilegt er einnig meðal efnis vefsins svo sem fréttir frá starfsstöðvum, myndir og myndskeið frá viðburðum, afmælisbörn dagsins, leiðir að heilsueflingu, leikir, vinningar og létt vinnustaðagrín sem gerir vinnuna skemmtilegri og er til þess fallið að þjappa okkar frábæra hópi starfsfólks enn betur saman.“

Vilhelm Þorri Vilhelmsson
Auglýsinga- og vefstjóri Hölds