rnb-baejarmerki.jpg

Í Reykjanesbæ búa nú um 15 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994.

„Þegar kom að því að endurnýja vef Reykjanesbæjar var grundvallaratriði að vefurinn væri skilvirkur og einfaldur í notkun. Starfsfólk Stefnu kom strax með góðar lausnir og úrvinnslu á hugmyndum sem höfðu verið unnar í undirbúningsferlinu. Allar lagfæringar sem hefur þurft að gera hafa gengið fljótt fyrir sig og starfsmenn á þjónustuborði er einstaklega lipurt og fagmannlegt í allri þjónustu og með skjóta svörun.“

Svanhildur Eiríksdóttir
Verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála

Við höfum átt frábært samstarf við starfsfólk Reykjanesbæjar við að skipuleggja, hanna og setja upp nýjan vef fyrirtækisins. Eins og í flestum öðrum sambærilegum verkefnum er efnisvinnslan að fullu í höndum starfsfólks sveitarfélagsins.

Nýr vefur Reykjanesbæjar endurspeglar metnað þess gagnvart öflugri þjónustu við íbúa, áherslu á lýðræði, virka þátttöku íbúanna og kynningu á þeim lífsgæðum sem svæðið býður upp á.

Við höfum áður unnið með Markaðsstofu Reykjaness að VisitReykjanes.is, söfnum Reykjanesbæjar að upplýsingavef þeirra og öflugum aðilum innan sveitarfélagsins á borð við Keili.

Þá settum við upp á dögunum sérstakan vef með sögum af Reykjanesi í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness þar sem áhersla er á að segja jákvæðar og uppbyggjandi sögur af mannlífi á Reykjanesi.

  • upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
  • skolathjonusta-upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
  • multicultural-town-upplysingavefur-sveitarfelagsins-reykjanesbaejar2.png
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

1481066442-f2.jpg
kopavogur.is
dalvik-hofnin.jpg
dalvikurbyggd.is

Fyrir okkur sem sveitarfélag skiptir máli að vefurinn sé bæði aðlaðandi en um leið upplýsandi og uppfylli þarfir ólíkra notenda. Starfsmenn Stefnu voru tilbúnir að vinna með okkur að þeim hugmyndum sem við höfðum um virkni og útlit vefsins og gef ég þeim topp einkunn fyrir hugmyndauðgi, lausnarmiðaða þjónustu og fagmennsku.

Margrét Víkingsdóttir
Upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar

pearl-e-pro-live-front.jpg
hljodfaerahusid.is
1475591481-ford_c-max_grand_01.jpg
ford.is
geiri_skilti_uppi_copy.jpg
geirismart.is
shutterstock_389329300.jpg
ferdamalastofa.is

„Ég hef langa reynslu af vinnu með ýmsum vefumsjónarkerfum og vefstofum. Þar skiptir mestu þekking og hæfni þess starfsfólks sem maður á viðskipti við. Ég gef starfsfólki Stefnu fyrstu einkunn fyrir afbragðs þjónustu og öguð vinnubrögð.“

Halldór Arinbjarnarson
Upplýsingastjóri