iverdbref.jpg

Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki stofnað 1987 sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Starfsmenn búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á verðbréfamarkaði samfara fjölbreyttri menntun.

„Íslensk verðbréf ákváðu snemma 2008 að kominn væri tími á nýja heimasíðu félagsins iv.is.  Eftir töluverða eftirgrennslan var ákveðið að ganga til liðs við Stefnu um forritun heimasíðunnar enda fékk Stefna afar góð meðmæli þeirra sem við töluðum við. 

Skemmst er frá því að segja að öll vinna Stefnu í kringum heimasíðuna var til fyrirmyndar, afar fagmannlega unnið af hálfu starfsmanna og þjónusta öll hin besta.  Nú hefur síðan verið í loftinu í nokkra mánuði og ánægjulegt að segja frá því að þjónustustig félagsins hefur síst minnkað.  Ég get því óhikað gefið Stefnu mín allra bestu meðmæli í þessum efnum.“

Arne Vagn Olsen
Forstöðumaður markaðs- og sölusviðs

  • islensk-verdbref-hf.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband