1459267008-18599394552_b7866c36fa_k.jpg

Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Námið í Keili skiptist í fjögur sérhæfð meginsvið, en innan hvers sviðs er fjölbreytt námsframboð.

Nýr vefur Keilis er snjallsímavænn og sérstaklega skýr í framsetningu á fjölbreyttu námsframboði skólans. Áhersla er lögð á myndræna framsetningu og bjart viðmót, þar sem litir hvers sviðs fá að njóta sín til fulls.

Nýbreytni er í hönnuninni að leiðakerfið, sem kemur inn á skjáinn frá hægri, má opna og loka að vild og helst valmyndin opin eða lokuð þótt flakkað sé á milli síðna.

Vefurinn var hannaður af H:N markaðsstofu, en vefforritun, uppsetning og aðlögun eininga Moya vefumsjónarkerfisins að þörfum Keilis var unnin af okkur í Stefnu.

Á vefnum eru einingar svo sem starfsmannaeining, spurt og svarað, viðburðardagatal og fréttaeining nýttar til fulls. Þá er öflug framsetning námsframboðs með vísunum í umsóknir og sömuleiðis námskeiða, sem sækja má óháð námsleiðum.

  • keilir-midstod-visinda-fraeda-og-atvinnulifs.jpg
  • taeknifraedi-bsc.jpg
  • haskolabru-a-nordurlandi-haskolabru-keilir.jpg
  • namsframbod-keilir-midstod-visinda-fraeda-og-atvinnulifs.jpg
  • flugakademia.jpg

Til baka: Skólar

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband