1459267008-18599394552_b7866c36fa_k.jpg

Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Námið í Keili skiptist í fjögur sérhæfð meginsvið, en innan hvers sviðs er fjölbreytt námsframboð.

Nýr vefur Keilis er snjallsímavænn og sérstaklega skýr í framsetningu á fjölbreyttu námsframboði skólans. Áhersla er lögð á myndræna framsetningu og bjart viðmót, þar sem litir hvers sviðs fá að njóta sín til fulls.

Nýbreytni er í hönnuninni að leiðakerfið, sem kemur inn á skjáinn frá hægri, má opna og loka að vild og helst valmyndin opin eða lokuð þótt flakkað sé á milli síðna.

Vefurinn var hannaður af H:N markaðsstofu, en vefforritun, uppsetning og aðlögun eininga Moya vefumsjónarkerfisins að þörfum Keilis var unnin af okkur í Stefnu.

Á vefnum eru einingar svo sem starfsmannaeining, spurt og svarað, viðburðardagatal og fréttaeining nýttar til fulls. Þá er öflug framsetning námsframboðs með vísunum í umsóknir og sömuleiðis námskeiða, sem sækja má óháð námsleiðum.

  • keilir-midstod-visinda-fraeda-og-atvinnulifs.jpg
  • taeknifraedi-bsc.jpg
  • haskolabru-a-nordurlandi-haskolabru-keilir.jpg
  • namsframbod-keilir-midstod-visinda-fraeda-og-atvinnulifs.jpg
  • flugakademia.jpg

Til baka: Skólar

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband