jn-2004-098.jpg

Sveitarfélagið Skagafjörður sinnir margvíslegu starfi til kynningar og markaðsmála á héraðinu. Má þar nefna utanumhald og rekstur vefsíðnanna www.skagafjordur.is, www.visitskagafjordur.is og invest.skagafjordur.is, auk heimasíðna sem stofnanir sveitarfélagsins halda jafnframt úti. 

Nýjum vef Skagafjarðar er ætlað að halda utan um upplýsingar um fjörðinn, stjórnkerfi og þjónustu. Gert var ráð fyrir auknum áherslum á aðgengi fatlaðra. Aðal áhersla er lögð á stjórnsýsluvefinn skagafjordur.is en aukalega var smíðaður vefurinn visitskagafjordur sem er upplýsingavefur fyrir ferðamenn með sérstöku viðburðardagatali og visit einingu.

Stefna sá um hönnun og uppsetningu á vefnum en auk þess að hanna og setja upp skagafjordur.is og visitskagafjordur.is þá voru settir upp 16 aukavefir fyrir sveitarfélagið. Til aukavefa má nefna Skagafjarðaveitur, Hús frítímans, bókasafn, skóla og leikskóla.

  • sveitarfelagid-skagafjordur.jpg

Til baka: Opinberir vefir

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband