1498904117-jgl3.jpg

Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands (13.952 ferkílómetrar í apríl 2015) og er á meðal stærstu þjóðgarða í Evrópu.

„Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði vefsíðu sína árið 2017. Vefur og vefumsjónarkerfi frá Stefnu varð fyrir valinu því tilboð fyrirtækisins var hagstætt, kröfur um öryggi, aðgengi og annað þess háttar voru uppfylltar og síðast en ekki síst fengum við mjög jákvæðar umsagnir aðila sem við þekkjum og treystum og eru einnig í viðskiptum við Stefnu.

Moya vefumsjónarkerfið hefur staðist allar væntingar okkar. Notendaviðmótið er sérstaklega einfalt og þægilegt, en um leið býður vefumsjónarkerfið upp á ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar í því kerfi sem við notuðum áður. Þetta þægilega viðmót endurspeglast svo í starfsmönnum Stefnu; þeir eru alltaf til þjónustu reiðubúnir þegar við þurfum á þeim að halda og þeir sýna líka frumkvæði sem hjálpar okkur að vera í takt við tímann. Við hikum því ekki við að mæla með Stefnu við þá sem vilja vera með góðan og aðgengilegan vef.“

Þórður H. Ólafsson
Framkvæmdastjóri

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband