1546606237-veggjaldbanner.jpg

Markmið veggjald.is er innheimta veggjalda fyrir Vaðlaheiðargöng. Vefurinn hefur það sem meginmarkmið að auðvelda almenningi og öðrum notendum að skilja verðskrána, skrá ökutæki, greiðslukort og framkvæma kaup á stökum ferðum eða afsláttarferðum, eftir því sem hentar hverjum og einum.

Strax í upphafi var tekin ákvörðun um að ekki yrði mönnun við munna gangnanna á sama hátt og við Hvalfjarðargöng. Því var leitað leiða til að nýta sams konar tækni og sett hefur verið upp víða annars staðar í heiminum til gjaldtöku fyrir notkun jarðgangna.

Vefurinn er viðmót á viðamikið kerfi sem fær bílnúmeragögn úr myndavélum við og inni í gögnunum, sem er grunnur að gjaldtökunni. Notendur geta greitt fyrir notkun með stkum ferðum, en skýrir valkostir eru til að lækka gjald á hverja ferð með kaupum á afsláttarferðum.

Upphaf gangnagerðar

Vefurinn er hannaður með skýra leið fyrir notendur að fara í nýskráningu, greiðsla stakra ferða eða innskráningu. Sérstök áhersla er lögð á framsetningu gjaldskrár og voru notendaprófanir framkvæmdar á ýmsum stigum verkefnisins, jafnt í appi, tölvu og á farsímavef.

Ný nálgun í þessu verkefni krefst þess að viðmótið skýri vel út nálgunina á gjaldtöku fyrir notendum, aðgengi að nýskráningu þarf að vera snuðrulaus og notendaviðmót fumlaust í meðförum jafnt í farsíma sem á tölvu. Einnig má gera ráð fyrir að notendahópur sé á ýmsum aldri, því göngin eru hluti af þjóðvegi 1 og því notendahópurinn í raun öll þjóðin, auk ferðamanna.

Bakgrunnur

Fleiri verkefni

shutterstock_713573206.jpg

„Árið 2018 fórum við af stað í að endurnýja heimasíðuna okkar. Við ákváðum að ganga til samninga við Stefnu og erum við einstaklega ánægð með þá ákvörðun. Strax frá byrjun hefur starfsfólk Stefnu lagt sig fram við að koma til móts við okkar hugmyndir sem og komið með góðar lausnir varðandi útlit og úrvinnslu.

Vefumsjónarkerfið Moya er þægilegt í notkun og auðvelt að læra á það. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og spurningum er svarað fljótt og fagmannlega hvort sem það er í gegnum þjónustuborðið eða tölvupóst.“

Árný Lára Karvelsdóttir
Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra

velvirk-opengraph-fb-vellidan-1200x628.png

„Síðan velvirk.is fór í loftið í desember 2018 en hún er hluti af forvarnarverkefni VIRK. Síðunni er ætlað að veita einstaklingum og stjórnendum upplýsingar um jafnvægi og vellíðan í einkalífi og starfi. Hvíta húsið sá um hönnun og ákveðið var að leita til Stefnu vegna fyrri reynslu af þjónustunni og kerfinu. Samstarf hefur gengið mjög vel og tímaáætlanir hafa staðist. Moya kerfið hentar vel fyrir þetta verkefni, það er þægilegt í notkun og auðvelt að bæta við efni.“

María Ammendrup, sérfræðingur

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband