shutterstock_419368150.jpg

Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

Í vefhönnun þessa vefs er mikil áhersla á skýrt og einfalt aðgengi að viðamiklum upplýsingum um hina ýmsu þjónustu og starfsemi HSN og er að stórum hluta tekið mið af þeim starfsstöðvum sem starfræktar eru og þá þjónustu sem í boði er á hverjum stað, t.a.m. komur sérfræðinga á starfsstöðvarnar, opnunartíma, starfsfólk og margt fleira.

Við unnum að uppsetningu á þessum nýja vef fyrir sameinaðar heilbrigðisstofnanir frá Blönduósi í vestri að Þórshöfn í austri, en á svæðinu búa 35.000 manns og eru starfsmenn HSN um 500 talsins.

Vefurinn er skemmtilega litríkur, með áherslu á fjólubláa litinn. Kíktu inn á vef HSN, við erum alveg sérstaklega ánægð með hvernig til tókst!

  • forsida-heilbrigdisstofnun-nordurlands.jpg
  • starfsstodvar-heilbrigdisstofnun-nordurlands.jpg
  • husavik-heilbrigdisstofnun-nordurlands.jpg
  • ung-og-smabarnavernd-heilbrigdisstofnun-nordurlands.jpg

Til baka: Verslun & þjónusta

Líkar þér við það sem þú sérð?
Hafðu samband