24052014-vma-vorutskrift-i-hofi-0184.jpg

Nemendur eru hornsteinn Verkmenntaskólans. Það að þeir þroskist, öðlist sjálfstraust, líði vel, tilheyri hópnum og tileinki sér ákveðna leikni, þekkingu og hæfni skiptir mestu máli. Til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda býður Verkmenntaskólinn uppá fjölbreyttar námsleiðir, góða þjónustu og mikinn stuðning við nemendur.

Gildi skólastarfsins og einkunarorð skólans eru: Fagmennska  - Fjölbreytni - Virðing.

„Heimasíðan er orðin myndrænni og stílhreinni, sérstaklega þegar hún er skoðuð í spjaldtölvu og í síma. Við þurfum að geta sett inn upplýsingar og náð til nemenda í gegnum heimasíðuna, sérstaklega núna þegar heimasíðan verður jafnframt skólanámsskrá skólans.

Við hönnun síðunnar fengum við starfsfólk Stefnu í lið með okkur og fengum við góða faglega leiðsögn á öllum þáttum í tengslum við uppsetningu heimasíðunnar þar sem áherslan var á þau tæki sem nemendur nota helst til að skoða heimasíðuna t.d. í gegnum símana sína.  Síðan var sett upp og hönnuð út frá þörfum nemenda,starfsemi skólans og starfsmanna. Samstarf við starfsfólk Stefnu var afar gott og með því samstarfi varð til flott og aðgengileg heimsíða.“

Sigríður Huld Jónsdóttir
Aðskoðarskólameistari

Nýr vefur Verkmenntaskólans á Akureyri, vma.is, var opnaður á 30 ára afmælishátíð skólans, 4. október 2014.

Vandað var til undirbúnings, því ferlið hófst á að gerð var könnun meðal kennara skólans, nemenda hans og foreldra þeirra um notkun á vefnum. Sú könnun leiddi ýmislegt áhugavert í ljós, sem nýttist vel við vefhönnun okkar:

  • 70% nemenda skoða vefinn í snjallsíma
  • Vinsælasta efnið meðal nemenda og foreldra er skóladagatalið
  • Nemendur sækja einnig mikið upplýsingar um áfangalýsingar og viðtalstíma starfsfólks
  • Meðal allra hópa er mikil ánægja með fréttaskrif á vefnum

Stuðst var við niðurstöður úr könnuninni þegar vefhönnun hófst og passað vel upp á aðgengi í mest sótta efnið. Skóladagatal, tilkynningar og viðtalstímar kennara eru áberandi auk þess sem fréttir fá að njóta sín á myndrænan hátt - en innan skólans starfar öflugur fréttamaður. Auk þess var vefurinn settur upp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur til að koma til móts við nemendahópinn, og aðra í þeim sífellt stækkandi hópi netnotenda sem kjósa að vafra um vefinn í farsímum og spjaldtölvum (iPad).

Við óskum nemendum og kennurum Verkmenntaskólans til hamingju með þennan glæsilega vef

  • verkmenntaskolinn-a-akureyri.jpg
Bakgrunnur

Fleiri verkefni

stracta_svita_10_20180409_dsc7789_prent.jpg
stractahotels.is
thtr2812.jpg
akureyri-hand.is
michael-blum-469709.jpg
isafjordur.is
shutterstock_428299819.jpg
blind.is
1514533464-251541302064.jpg
holdur.is
1497989977-banner1.jpg
hafogvatn.is

„Við hjá Hafrannsóknastofnun leituðum til nokkra vefstofa þegar kom að því að gera nýjan vef fyrir stofnunina. Að vel athuguðu máli varð Stefna fyrir valinu. Þar vóg þungt að okkur leist vel á verkefnin sem þau höfðu unnið áður, mjög góð meðmæli frá öðrum viðskiptavinum, jákvæð samskipti við fulltrúa Stefnu og samkeppnishæft verð.

Öll samskipti við starfsmenn Stefnu í hönnunar- og vinnsluferlinu voru jákvæð og uppbyggileg og þau komu með góð ráð og hugmyndir, voru lausnamiðuð og settu sig vel inn í okkar þarfir. 

Moya vefumsjónarkerfið er einfalt og þægilegt í notkun, og reyndist starfsmönnum okkar auðvelt að læra á það. Kennslumyndböndin á vef Stefnu og gott aðgengi að þjónustuborði eru bónus.

Útkoman er stílhreinn og aðgengilegur vefur sem við erum stolt af. Framundan er áframhaldandi þróun vefsins, sem við hlökkum til að ráðast í með Stefnu.“

María Ásdís Stefánsdóttir
Sviðsstjóri upplýsinga og menntunar

schenhaus1.jpg
arcticheliskiing.com

„Undanfarin 11 ár hefur Stefna haldið utanum og hannað vefi Bergmanna og Arctic Heli Skiing með ótrúlega góðum árangri. Vefir fyrirtækjanna hafa á þeim tíma aldrei legið niðri eða orðið fyrir árásum eða tjóni og þjónustan verið algerlega til fyrirmyndar á sama tíma og verðið hefur verið mjög sanngjarnt.

Aðkoma Stefnu að okkar starfsemi hefur verið lykil þáttur í velgengni okkar rekstrar þar sem að mikill meirihluti okkar tekna kemur beint í gegnum vefi fyrirtækjanna“

Jökull Bergmann
Bergmenn Fjallaleiðsögumenn - Arctic Heli Skiing

1498904117-jgl3.jpg
vatnajokulsthjodgardur.is

„Vatnajökulsþjóðgarður endurnýjaði vefsíðu sína árið 2017. Vefur og vefumsjónarkerfi frá Stefnu varð fyrir valinu því tilboð fyrirtækisins var hagstætt, kröfur um öryggi, aðgengi og annað þess háttar voru uppfylltar og síðast en ekki síst fengum við mjög jákvæðar umsagnir aðila sem við þekkjum og treystum og eru einnig í viðskiptum við Stefnu.

Moya vefumsjónarkerfið hefur staðist allar væntingar okkar. Notendaviðmótið er sérstaklega einfalt og þægilegt, en um leið býður vefumsjónarkerfið upp á ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar í því kerfi sem við notuðum áður. Þetta þægilega viðmót endurspeglast svo í starfsmönnum Stefnu; þeir eru alltaf til þjónustu reiðubúnir þegar við þurfum á þeim að halda og þeir sýna líka frumkvæði sem hjálpar okkur að vera í takt við tímann. Við hikum því ekki við að mæla með Stefnu við þá sem vilja vera með góðan og aðgengilegan vef.“

Þórður H. Ólafsson
Framkvæmdastjóri