Eiginleikar á vörum og filterar flokka

Hér er farið yfir hvernig eiginleikar og gildi þeirra eru útbúin, útbúinn filter, eiginleikar tengdir við flokk og eiginleikar merktir á vörur.

Athugið að ef eiginleikar mynda afbrigði (t.d. stærðir) er það gert með því að útbúa afbrigði - sjá leiðbeiningar um afbrigði.

Eiginleiki búinn til

Eiginleiki búinn til
Eiginleiki búinn til

Fyrsta skrefið er að búa til eiginleika og skrá gildi á hann.

Þetta er gert með því að opna „Eiginleikar“ og velja þar „Bæta við eiginleika“. Velja þarf nafn og hvort um lit er að ræða (þá bætist litakóði við gildi eiginleika).

Slóðareinkenni er útbúið sjálfkrafa sé ekkert ritað þar inn, en er þægilegt að sérsníða ef margir eiginleikar hafa sama nafn gagnvart notanda (til dæmis staerd-peysur og staerd-buxur). Annars er hætt við að stærðir verði staerd-1, staerd-2 o.s.frv. sem er óþægilegt að greina á milli.

Gildum bætt við eiginleika

Gildum bætt við eiginleika
Gildum bætt við eiginleika

Til að tengja gildi við eiginleika, til dæmis efni sem fötin geta verið úr eða stærðir á skóm, er farið í lista af eiginleikum og valið „Gildi“ úr pílunni hægra megin.

Smellt er á „Bæta við gildi“ til að stofna nýtt gildi, en það má svo tengja við vöru eða afbrigði vöru.

Heppilegast að láta röðun hlaupa á tugum, svo auðveldara sé að breyta síðar (10, 20, 30, frekar en 1, 2, 3).

Gildi er líka hægt að bæta við innan úr vöru (sjá hér fyrir neðan).

Filter og filter valkostir á vöru

Filter og filter valkostir á vöru
Filter og filter valkostir á vöru

Útbúinn er filter út frá fyrirliggjandi eiginleika, verði, framleiðanda eða öðru.

Þetta er gert með því að fara inn í stjórnborð netverslunar, velja þar „Filterar“ undir Stillingar og „Bæta við filter“.

Valin er tegund filters, tenging við eiginleika er gerð í „Breytu þáttur“ og loks er filter gefið nafn. Slóðareinkenni er útbúið sjálfkrafa, en gott getur verið að sérsníða það ef mismunandi filterar eru fyrir stærð (t.d. staerd-skor og staerd-peysur).

Eiginleikar tengdir við vöruflokk

Eiginleikar tengdir við vöruflokk
Eiginleikar tengdir við vöruflokk

Til að hægt sé að velja eiginleika inni í vörunni er eiginleiki fyrst tengdur við vöruflokkinn.

Það er gert með því að fara í stjórnborð netverslunarinnar, velja þar Flokkar undir Vörulisti og smella á píluna lengst til hægri í listanum.

Í listanum er valið „Veldu eiginleika“ og þar hakað við þá eiginleika sem eiga við vörur flokksins. Sé eiginleiki merktur nauðsynlegur þarf að merkja hann í allar vörur næst þegar þeim er breytt.

Filter tengdir við vöruflokk

Filter tengdir við vöruflokk
Filter tengdir við vöruflokk

Til að tiltekinn filter (sem tengist eiginleika) birtist í vöruflokki er farið í yfirlit vöruflokka og smellt á píluna sem er lengst til hægri í lista af vöruflokkum.

Þar er valið „Veldu filteringu“ og á skjánum sem þá birtist er merkt við og raðað því sem er í boði fyrir alla netverslunina.

Merktu aðeins við þá filtera sem eiga við þennan flokk.

Eiginleikar fyrir vöru

Eiginleikar fyrir vöru

Nú er hægt að merkja eiginleika á vörunni sjálfri. Þetta á við um þá eiginleika sem ekki eiga að tengjast afbrigðum. Þetta þýðir að stærðir eru eiginleikar sem tengdir eru inn í afbrigði (yfirleitt), en hvort varan er úr bómull eða pólýester er ekki eitthvað sem viðskiptavinur getur valið við vöruna (ólíkt stærðum).

Í filter er hægt að birta jafnt eiginleika sem tengjast afbrigðum (eins og stærð) og eiginleikum sem ekki eru valkvæmir við vöruna (eins og úr hverju hún er).

Ef varan á afbrigði er fyrst smellt á Afbrigði og smellt á Eiginleika þar undir.

Eiginleikar tengdir við vöru

Eiginleikar tengdir við vöru

Hér sést hvernig eiginleikar eru tengdir inn á vöru sem á ekki afbrigði.

Farið er í „Breyta vöru“ og valið „Eiginleikar“ lengst til hægri. Athugið að hér birtast eingöngu þeir eiginleikar sem eru tengdir við flokk vörunnar (ef ekkert birtist þarf fyrst að tengja eiginleika við vöruflokkinn).

Græni plúsinn sem hér birtist er til að bæta við gildi á eiginleikann, þ.e. ef til dæmis efnið sem flíkin er úr er ekki þegar inni sem gildi.

 

Eiginleikar tengdir við vöru með afbrigðum

Eiginleikar tengdir við vöru með afbrigðum
Eiginleikar tengdir við vöru með afbrigðum

Hér má sjá hvernig yfirlit eiginleika lítur út þegar vara á afbrigði (til dæmis mismunandi litir eða mismunandi stærðir).

Þær línur sem eru með gráum texta eru eiginleikar sem tengjast afbrigðum og því ekki hægt að breyta hér.

Í þessu tilviki er „Efni“ það sem hægt er að breyta og hægt að tengja öll afbrigðin við sama efnið eða annað ef við á (ef afbrigðin eru úr mismunandi efni).

Filter á vöruyfirliti

Filter á vöruyfirliti

Filter birtist á viðeigandi hátt skv. skilgreindu útliti inni í þeim vöruflokkum sem tengdir eru við filter.

Þannig getur notandi síað út þau afbrigði sem henta (t.d. stærðir sem passa) og þá eiginleika á vörum sem leitað er eftir (t.d. efni).

Mismunandi tungumál geta haft sitt orðalag og því eru engar takmarkanir á því hvernig hægt er að stilla upp eiginleikum, gildi eiginleika og filterum sem tengjast inn á vöruflokka og eru merktir vörum.