Grunnupplýsingar vöru

Nafn og lýsing

Nafn og lýsing
Nafn og lýsing

Hver vara hefur nafn og örlýsingu, sú lýsing er yfirleitt notuð þar sem pláss er takmarkað (t.d. í yfirliti), en eins og nokkrir aðrir reitir er það stundum ekki notað neins staðar.

Þeir reitir sem allar netverslanir nota eru: nafn, flokkar, grunnverð og skattareglur.

Algengir reitir eru vörunúmer, birgðir og textalýsingar (í sér flipa).

Ítarupplýsingar vöru

Ítarupplýsingar vöru
Ítarupplýsingar vöru

Af ítarupplýsingum, sem stundum eru lesnar sjálfkrafa út úr birgðakerfi (t.d. DK, Navision, AX) má nefna birgja, framleiðanda og vörunúmer birgja (tilvísun birgja).

Strikamerki geta verið á tveimur ólíkum sniðum (EAN 13 og UPC) og hægt er að skrá inn eða lesa upp breidd, hæð og dýpt vörunnar, eftir því sem við á.

Tög (tagging) á vöru

Tög (tagging) á vöru

Nota má tög í sértækum tilgangi, en sjálfgefið hafa þau enga virkni.

Magnupplýsingar

Magnupplýsingar

Lægsta magn = Lágmarkspöntun í fjölda stk.

Mesta magn = Hámarkspöntun í fjölda stk.

Fjölda þrep = Ef hægt er að panta til dæmis 6, 12, 18 stk, þá er hér ritað 6.

Sjálfgefið = Sjálfgefinn fjöldi þegar vara er birt, sem notandi getur svo breytt.

Eiginleika valmöguleikar

Eiginleika valmöguleikar

Til að útbúa afbrigði af vörunni þá má hér velja hvaða eiginleikum afbrigði eru búin til út frá.

Þetta gætu til dæmis verið mismunandi stærðir eða bæði stærðir og litir vörunnar.

Valið er hvort eiginleiki er skilyrtur (notandi verður að velja stærð) eða valkvæmur (notandi getur valið „gjafapökkun“).