Verð og tilboðsverð vöru

Stök vara eða afbrigði á vöru

Stök vara eða afbrigði á vöru
Stök vara eða afbrigði á vöru
Stök vara eða afbrigði á vöru

Grunnverð vöru er stillt ýmist á vörunni sjálfri, eða ef hún hefur afbrigði undir afbrigðum.

Skrá má önnur verð fyrir sérkjör eða afslætti.

Sé varan með afbrigðum (til dæmis stærðir) er verðið alltaf tengt hverju afbrigði - meira um afbrigðin hér fyrir neðan.

Verð á vöru án afbrigða

Verð á vöru án afbrigða
Verð á vöru án afbrigða
Verð á vöru án afbrigða

Grunnverð vöru er alltaf skráð á vöruna sjálfa, inni í „Breyta vöru“. Afsláttarverð er reiknað út frá grunnverði.

Hægt er að rita inn hvort sem er verð án eða með skatti og breytist hin upphæðin út frá skattareglu sem tengd er vörunni (t.d. 24% VSK).

Skrá má eitt eða fleiri afsláttarverð, til dæmis með ólíkan gildistíma eða tengt hópi viðskiptavina. Til að bæta við slíkum afsláttarkjörum eða tilboði er farið inn í "Verð" og bætt inn nýju verði og tengt við skilyrði sem þarf að uppfylla svo verðið gildi.

Vara með afbrigðum

Vara með afbrigðum
Vara með afbrigðum
Vara með afbrigðum

Til að vinna með verð á afbrigðum er hægt að velja um eftirfarandi leiðir:

  1. Opna fjölbreyti, þar sem grunnverð allra afbrigða er sýnilegt.
  2. Opna afbrigðið sjálft og skoða verð sem eru skráð á það (grunnverð, tilboðsverð, sérkjör hóps viðskiptavina, ...).
  3. Fjölvinna verð afbrigða, en þá er nýtt verð á eitt eða öll afbrigði útbúin út frá skilyrðum sem eru valin (til dæmis afsláttarkjör, dagsetningar).

Fjölbreytir afbrigða

Fjölbreytir afbrigða

Með því að opna fjölbreyti afbrigða er hægt að vinna með nokkur gildi sem eru sértæk niður á afbrigði.

Þar á meðal er grunnverð. Valkvæmt er hvort verði er breytt með eða án VSK og reiknast þá sjálfkrafa hinn valkosturinn út frá skattaprósentu.

Einnig er hægt að breyta nafni afbrigðis, vörunúmeri, birgðum og þyngd.

Verð á stöku afbrigði

Verð á stöku afbrigði
Verð á stöku afbrigði

Til að skoða og vinna með verð tiltekins afbrigðis er farið í yfirlit afbrigða og valið „Verð“ úr valmyndinni sem sprettur úr pílunni hægra megin í listanum.

Þar má sjá bæði grunnverðið og önnur verð sem hafa verið útbúin. Önnur verð geta verið tímabundin tilboðsverð (tengd við gildistíma), sérkjör hóps viðskiptavina eða almennir afslættir (lagerhreinsun).

Sé hakað við "Sýna mun" sér viðskiptavinurinn samanburð á grunnverði (til dæmis yfirstrikað).

Fjölvinna verð - tilboðsverði bætt við

Fjölvinna verð - tilboðsverði bætt við
Fjölvinna verð - tilboðsverði bætt við
Fjölvinna verð - tilboðsverði bætt við
Fjölvinna verð - tilboðsverði bætt við

Með aðgerðinni „Fjölvinna verð“ má útbúa með fljótlegum hætti afslátt eða sérkjör á öll afbrigði vörunnar.

Í fyrra skrefi af tveimur er valið hvaða afslætti (í krónum eða prósentum) er bætt við (miðað við grunnverð) og hvenær/hvernig  afsláttur virkjast (ótímabundið, tímabundið, hópur viðskiptavina).

Í seinna skrefinu er yfirlit útreikninga og hægt að bæta inn lýsingu, einnig er valkvæmt að „sýna muninn“, en þá er grunnverð birt til samanburðar.